fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Manni í andnauð hent út úr sjúkrabíl

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. janúar 2024 14:30

Wikimedia/Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Rochester í New York ríki, í Bandaríkjunum, var í andnauð þegar honum var hent út úr sjúkrabíl. Maðurinn hneig því næst niður á gangstétt og lést tveimur vikum síðar. Lögreglumenn liðsinntu bráðaliðum við að henda manninum út úr sjúkrabílnum.

Atburðurinn átti sér stað 30. nóvember síðastliðinn og var tekinn upp á búkmyndavélar lögreglumanna. Borgarstjóri Rochester segist forviða yfir hegðun bráðaliðanna og lögreglumannanna.

New York Post greinir frá þessu.

Í myndbandinu má sjá að sjúkrabílnum hefur verið lagt upp við gangstétt með blikkandi ljós í þann mund sem að lögreglumenn koma að honum. Bráðaliði segir þá við lögreglumann að hann viti ekki hvað sé að hrjá manninn en að hann verði að fara út úr sjúkrabílnum.

Lögreglumaðurinn segir þá við manninn:

„Þetta er búið.“

Maðurinn segir þá við lögreglumenn að hann eigi í miklum erfiðleikum með að anda og heldur fast við brjóstið.

Bráðaliði segir þá við manninn að reynt hafi verið hjálpa honum en hann hafi stokkið á bráðaliðana og komið inn í sjúkrabílinn með látum og það sé ekki rétta leiðin til að biðja um hjálp.

Á þessum tímapunkti kröfðust lögreglumenn þess að maðurinn yfirgæfi sjúkrabílinn.

Maðurinn viðurkenndi að hann hefði verið æstur en benti lögreglumönnum og bráðaliðum á að eðlilegt væri að æsa sig ef maður gæti ekki andað.

Lögreglumenn bentu þá manninum á að hafa betri stjórn á sjálfum sér.

Manninum var sagt að bíða eftir öðrum sjúkrabíl sem myndi flytja hann á sjúkrahús. Hann bað þá lögreglumennina um að keyra sig á sjúkrahúsið en þeir neituðu því.

Maðurinn gekk þá frá sjúkrabílnum en hneig niður örstuttu síðar og lá hreyfingarlaus á gangstéttinni. Sjúkrabíllinn, með bráðaliðunum innanborðs, og lögreglumennirnir voru enn á staðnum en tvær mínútur liðu áður en nokkur þeirra kom manninum til aðstoðar. Hann var þá loksins fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést tveimur vikum síðar.

Borgarstjóri Rochester, Malik Evans, segist forviða yfir þeirri framkomu sem manninum var sýnd. Fram verði að fara rannsókn á því hvernig svona nokkuð gat gerst og tryggja verði að það gerist ekki aftur. Íbúar borgarinnar eigi skilið að komið sé fram við þá með virðingu og mannúð að leiðarljósi.

Fyrirtækið sem rekur sjúkrabílinn sem um ræðir hefur boðað eigin rannsókn á atvikinu og einnig óskað eftir að yfirvöld hefji opinbera rannsókn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf
Pressan
Fyrir 3 dögum

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar