fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Pressan

Segir að Bandaríkin leyni fljúgandi furðuhlut á „stærð við fótboltavöll“

Pressan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Grusch, fyrrum starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, segir að bandarísk yfirvöld leyni 12 metra „Tardis-líku“ geimfari sem „sé á stærð við fótboltavöll að innan“. Þetta sagði hann að sögn á leynifundi sem fór fram í þakíbúð í New York. Meðal viðstaddra voru starfsmenn leyniþjónustunnar CIA, einnig frá alríkislögreglunni FBI auk áhrifafólks frá Wall Street.

MailOnline segir að um 60 manns hafi sótt fundinn sem var haldinn að frumkvæði John D‘Agostin, ráðgjafa um viðskipti með rafmynt, og John J Altorelli, lögmanns.

Bannað var að taka myndir á fundinum en ónafngreindir heimildarmenn hafa lekið myndum af Grusch að tala og skýrt frá sumu því sem hann sagði, þar á meðal um „Tardis“ sem hann sagði að geti stýrt bæði tíma og rúmi og geti framleitt næga orku fyrir 70.000 heimili.

Eftir því sem heimildarmennirnir segja þá voru flestir fundargesta fólk sem trúir á að líf þrífist á öðrum plánetum og að geimverur hafi heimsótt jörðina.

Grusch komst í heimsfréttirnar síðasta sumar þegar hann sagði að bandarísk stjórnvöld séu með „heil og skemmd geimför frá öðrum plánetum“ í sinni vörslu. Þessi ummæli urðu til þess að efnt var til fyrstu yfirheyrslanna hjá þingnefnd um mál tengd óþekktum fljúgandi hlutum.

Grusch bar vitni fyrir nefndinni og sagði að fólki hafi „verið unnið mein og slasað“ þegar reynt var að leyna þessum upplýsingum.

Grusch kom fram í the Joe Rogan Experience hlaðvarpinu í nóvember. Þar sagði hann að bandarísk stjórnvöld hafi fundið að minnsta kosti tíu lík geimvera í flökum geimfara sem hafa hrapað til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Villisvín skotið eftir að það beit mann á járnbrautarstöð

Villisvín skotið eftir að það beit mann á járnbrautarstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“