fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Prestur skipulagði kynsvall fyrir samkynhneigða – Einn tók of stóran skammt af stinningarlyfi

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 15:30

Dąbrowa Górnicza í Pólllandi/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaþólskur prestur í Póllandi skipulagði kynsvall fyrir samkynhneigða karlmenn. Í kjölfar þess að einn þeirra sem viðstaddur var kynsvallið þurfti að leggjast inn á spítala eftir að hann tók inn of stóran skammt af stinningarlyfi var presturinn handtekinn. Hann á yfir höfði sér átta ára fangelsi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.

Presturinn heitir Tomasz Zmarzły. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot, kynferðisbrot og að hafa ekki komið manni í nauð til hjálpar.

Kynsvallið mun þó ekki hafa verið fjölmennt. Auk prestsins var karlmaður sem selur blíðu sína gegn gjaldi viðstaddur og einnig vinur hans.

Samkoman fór fram í íbúð prestsins í borginni Dąbrowa Górnicza í september síðastliðnum.

Eftir að maðurinn sem tók inn of stóran skammt af stinningarlyfinu hneig niður var sjúkrabíll kallaður til. Þegar bráðaliðar og lögreglumenn komu á vettvang var þeim hins vegar meinuð innganga í íbúðina. Í kjölfarið sætti presturinn rannsókn vegna gruns um að hafa ekki komið meðvitundarlausa manninum til hjálpar.

Upptökur af símtölum eru sagðar benda til að manninum, sem hneig niður, hafi verið byrlað lyf sem nauðgarar byrla gjarnan þolendum sínum.

Maðurinn sem seldi blíðu sína er talinn vera sá sem kallaði eftir sjúkrabíl. Í símtalinu sagði maðurinn að honum hefði verið sagt að snerta ekki manninn sem hneig niður en að hann hafi samt lyft höfði hans og séð að hann froðufelldi.

Maðurinn tjáði neyðarlínunni að honum hefði verið vísað út úr íbúðinni. Hann virtist ekki vera viss um hvaða lyf presturinn og maðurinn sem hneig niður tóku inn en nefndi bæði stinningar- og nauðgunarlyf til sögunnar. Hann bað um að bæði sjúkrabíll og lögreglumenn yrðu sendir á staðinn.

Eins og áður segir var viðbragðsaðilum fyrst meinuð innganga í íbúðina en presturinn gaf sig og þegar inn var komið blasti við nakinn karlmaður sem lá meðvitundarlaus á gólfinu. Hann var fluttur á sjúkrahús en hefur nú náð sér.

Reynt að kveikja í kirkjunni

Zmarzly var vikið frá störfum strax eftir að málið kom upp. Fyrrum kærasti hans segir að presturinn hafi verið virkur á stefnumótappinu Grindr sem er sérstaklega ætlað samkynhneigðum. Ástæðan hafi einkum verið sú að hann hafi ekki verið viss um að hann vildi vera prestur eftir allt saman. Kærastinn fyrrverandi segir að þegar hann lauk prestsnámi hafi Zmarzły verið fullkomlega meðvitaður um að hann væri samkynhneigður og þess vegna verið óviss um hvort hann vildi vera vígður til prests. Zmarzły hafi þá skráð sig á Grindr en ákveðið loks að verða prestur.

Reiði sóknarbarna Zmarzły er sögð vera mikil. Einn maður reyndi að kveikja í kirkjunni þar sem Zmarzły þjónaði og margir hafa hætt að sækja messur og bannað börnum sínum að sækja kirkjuna heim. Borgarstjórinn mun hafa slitið öll tengsl við kirkjuna.

Borgarstjórinn skrifaði á Facebook að borgin væri þekkt fyrir umburðarlyndi en þar sem atburðurinn hefði vakið upp neikvæðar tilfinningar í garð borgarinnar og reiði og hneykslun íbúa væri hann tilneyddur til að slíta öllu samstarfi við biskupsdæmið sem þessi tiltekna kirkja heyrði undir.

Annar prestur sem pólskir fjölmiðlar ræddu við sagði augljóst að tími væri til kominn að hætta að þykjast. Allir viti að meðal kaþólskra presta sé mikið um „vandamál“ sem tengist kynhneigð. Zmarzły hafi ekki fengið neina hjálp við að leysa „vandamálið.“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga