fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Elon Musk sagður nota allskonar eiturlyf

Pressan
Mánudaginn 8. janúar 2024 10:30

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal birti athyglisverða umfjöllun um helgina sem varðaði meinta eiturlyfjaneyslu Elon Musk, eiganda Teslu, Space X og fleiri fyrirtækja.

Musk hefur áður játað að hafa reykt gras og þá viðurkenndi hann að hafa notað ketamín sem læknir skrifaði upp á fyrir hann. En Musk, sem er langríkasti maður heims samkvæmt lista Forbes, er sagður nota allskonar önnur eiturlyf eins og LSD, kókaín, ecstacy og ofskynjunarsveppi.

Heimildarmenn Wall Street Journal halda því fram að þeir hafi sjálfir orðið vitni að eiturlyfjaneyslu hans. Oftar en ekki eigi hún sér stað í partýum og veislum þar sem gestir skrifa undir þagnarsamning, eða svonefndan NDA-samning. Þá hafa heimildarmenn sem hafa fundað með honum velt fyrir sér hvort hann hafi verið undir áhrifum lyfja á þeim.

Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram að neyslan geti komið Musk í koll og ekki bara haft heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Hugsanlega sé um að ræða brot á alríkislögum og þar af leiðandi gæti samningum sem fyrirtæki hans hafa gert við hið opinbera verð stefnt í hættu.

Elon Musk svaraði fyrir grein Wall Street Journal um helgina og þvertók fyrir það að neyta ólöglegra vímuefna. Það sama gerði lögmaður SpaceX sem benti til dæmis á að Musk hefði aldrei fallið á handahófskenndum vímuefnaprófum sem hann hefur gengist undir á undanförnum árum.

Sjálfur sagði Musk á eigin samfélagsmiðli, X, að eftir að hann reykti gras með hlaðvarpsþáttastjórnandanum Joe Rogan hefði hann samþykkt, að kröfu NASA, að gangast undir vímuefnapróf reglulega í þrjú ár. Í þeim prófum hefði ekkert, ekki einu sinni snefilefni af eiturlyfjum, fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga