fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Líkamsleifar sex ára drengs fundust 1999 – Vísbending í málinu fékkst 23 árum seinna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld eru hafin í máli konu sem sökuð er um að hafa myrt sex ára son sinn árið 1999 og síðan fleygt líki hans við nálægan kirkjugarð. Um er að ræða eitt átakanlegasta óleysta sakamál í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum, svokallað Cold Case.

Teresa Ann Bailey Black, sem í dag er 46 ára, er ákærð fyrir tvö morð, tvö tilvik um misnotkun á börnum, grófar líkamsárásir og að leyna andláti einstaklings.

Teresa Ann Bailey Black,

Í febrúar árið 1999 fundust líkamsleifar ungs drengs í skóglendi nálægt kirkjugarði í Decatur í Georgíu. Var talið að drengurinn, sem klæddur var í bláa og hvíta köflótta skyrtu, rauðar gallabuxur og brúna Timberland-skó, hefði verið látinn í þrjá til sex mánuði. Dánarorsök var ókunn og í meira en 20 ár var fórnarlambið þekkt sem John Clifton Doe og málið bættist í bunka óleystra sakamála. Árið 2022 kom loks vísbending í málinu þegar kona hjálpaði rannsakendum við að bera kennsl á drenginn sem William DeShawn Hamilton og leiddi sú vísbending rannsakendur til móður drengsins. Sama ár var gefin út ákæra í málinu, Black handtekin í Arizona og framseld til Georgíu.

Samkvæmt ákæru er Black ákærð fyrir að hafa valdið dauða sonar síns með því að gefa honum efni sem innihalda Diphenhydramine og Acetaminophen. Hún er einnig ákærð fyrir að hafa slegið hann í höfuðið með óþekktum hlut.

Tilkynnti soninn aldrei týndan

Black tilkynnti son sinn aldrei týndan. Ekki voru borin kennsl á líkið sem fannst árið 1999 fyrr en National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) tók þátt í málinu. NCMEC útvegaði myndir af látna drengnum og birti þær á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Árið 2019 lauk glæparannsóknamaður við nýja andlitsendurgerð sem endurvakti áhuga almennings á málinu. Í maí 2020 sá ráðgjafi sem þekkti Black og son hennar árið 1998 mynd af óþekkta barninu og hafði samband við NCMEC. Ráðgjafinn var kona að nafni Ava frá Norður-Karólínu, sem var fyrrverandi nágranni Black. Konan sagði yfirvöldum frá því hvernig Black sneri aftur til Norður-Karólínu án sonar síns en gat aldrei útskýrt að fullu hvað hefði orðið um hann. DNA sem tekið var frá Black árið 2022 tengdi hana síðan við líkamsleifar drengsins sem fannst í febrúar 1999.

Rannsakendur komust að því að Black bjó í Charlotte með syni sínum og fjölskyldumeðlimi þegar hún tók son sinn skyndilega úr skólanum í desember 1998 og flutti með honum til Atlanta. Hún sneri aftur til Charlotte síðla árs 1999 án sonar síns og sagði fólki ýmsar sögur af því hvar hann var á þeim tíma, að sögn héraðssaksóknara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann