fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kennari braut á unglingsdreng – Vildi svipta hann sveindómnum

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 16:30

Frá fenjasvæðum Louisiana. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Wikimedia/ Jc.Winkler

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem hefur starfað sem kennari í Louisiana í Bandaríkjunum er sökuð um að hafa sent 15 ára dreng nektarmyndir og að hafa bortið kynferðislega gegn honum í bíl sínum þar sem barn hennar var viðstatt. Er hún sögð hafa lýst áhyggjum sínum við drenginn af því að hún yrði ekki fyrsta konan sem hann myndi stunda kynlíf með.

Konan heitir Tatum Hatch og er 32 ára gömul. Í dómsskjölum kemur fram að hún og drengurinn hafi skipst á skilaboðum í rúmlega eitt og hálft ár. Voru skilaboðin sögð hafa iðulega verið með kynferðislegum undirtón og að Hatch hafi sagt við drenginn að hún vonaðist til þess að hann kæmi inn í svefnherbergið hennar og stundaði kynlíf með henni.

Fyrir um ári hittust Hatch og drengurinn í bíl hennar, skammt frá heimili drengsins. Er Hatch sökuð um að hafa þá snert kynfæri drengsins en ungt barn hennar var með henni í bílnum.

Við annað tækifæri er Hatch sögð hafa sagst vera hrædd um að hann finndi einhverja aðra til að stunda kynlíf með í fyrsta sinn eftir að drengurinn sagðist vera hræddur.

Faðir drengsins komst hins vegar að samskiptum þeirra og leitaði til lögreglunnar.

Drengurinn sýndi lögreglumönnum samskipti hans og Hatch á Instagram. Hann fullyrti að Hatch hefði sent sér nektarmyndir af sjálfri sér á þeim vettvangi en að myndirnar hafi horfið af því hún hafi notað stillingu sem á ensku heitir vanish mode. Samkvæmt dómsskjölunum tókst lögreglunni hins vegar að endurheimta eina af myndunum.

Skömmu eftir að rannsókn lögreglunnar hófst undir lok síðasta mánaðar sagði Hatch starfi sínu sem kennari lausu.

Hatch kenndi í skóla á því skólastigi sem í Bandaríkjunum kallast high school en nemendur á því stigi eru á aldrinum 14-18 ára.

Hún er sögð hafa viðurkennt fyrir lögreglumönnum að hafa átt samskipti við drenginn á Instagram en ekki viljað svara öllum spurningum þeirra þar sem hún hafi óttast að missa börnin sín.

Hún á yfir höfði sér ákæru fyrir tælingu.

Það var New York Post sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga