fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ákváðu að stytta sér leið og skemmdu um leið eitt af undrum veraldar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt merkasta kennileiti heims, Kínamúrinn, sem er á lista yfir sjö undur veraldar, lítur nú öðruvísi út þökk sé tveimur verktökum.

Vinna við múrinn hófst á 7. öld fyrir Krist og vissulega veðrast mannvirki í áranna, tala nú ekki um aldanna rás, þrátt fyrir að allt sé gert til að varðveita þau sem best.

Byggingarstarfsmenn í miðhluta Shanxi héraðs sáu sér leik á borði þar sem lítið skarð var komið í múrinn, að breikka skarðið enn meira svo þeir kæmust í gegn með gröfuna sína, enda mun styttri leið fram og tilbaka á vinnusvæðið, svona að þeirra mati. 

Lögregluyfirvöldum var ekki skemmt og voru tveir handteknir, 38 ára karlmaður og 55 ára kona, sem eru í haldi á meðan málið er rannsakað.

Byggingarverkamennirnir tveir voru að vinna nálægt skemmda svæðinu, það er við 32 múrinn. Lögreglan í norðvesturhluta Youyu-sýslu greinir frá að tilkynnt hafi verið um „alvarlegar skemmdir“ í múrnum þann 24. ágúst. „Gröfur voru notaðar til að grafa upphaflegt skarð í stærra skarð, svo að grafan kæmist í gegnum skarðið, sem olli óafturkræfum skemmdum á múrnum og öryggi menningarminja.“

Kínamúrinn er á heimsminjaskrá UNESCO og er talinn eitt  af glæsilegustu verkfræðiverkum mannkyns. Múrinn er sögulegur og menningarlegur staður. Múrinn hefur hrunið víða á undanförnum árum, þó að minnstu leyti af völdum manna. Samkvæmt AFP fréttastofunni hafa um 30 prósent af Kínamúrnum horfið á undanförnum árum vegna loftslagsskilyrða og af mannavöldum.

Frægt varð í sumar þegar breskur ferðamaður framdi skemmdarverk á Colosseum í Róm á Ítalíu.

Sjá einnig: Ferðamaðurinn sem framdi skemmdarverk á ómetanlegri byggingu er fundinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn