fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fjölskylda strandaglópar á Tenerife – Tóku á sig 18 klukkustunda krók til Íslands til að komast heim

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2023 18:00

Tubey fjölskyldan. Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk fimm manna fjölskylda sem varð strandaglópar á Tenerife eftir að easyJet aflýsti flugi þeirra brá á það ráð eftir tvo daga að koma sér heim með öllum ráðum til að geta mætt í vinnu og skóla. 

„Þetta var það eina sem var í boði,“ segir faðirinn, David Tubey, en hann eyddi 3008 pundum, rúmlega hálfri milljón króna, í ferðina heim, sem varð að nærri 5700 kílómetra krók og 21 klukkustunda ferð, fyrir hann, eiginkonu hans, tvö börn þeirra og vin sonarins.

Fjölskyldan bókaði 5,5 tíma flug frá Tenerife til Íslands, kom til landsins á fimmtudagskvöld í 12 tíma stopp (e. layover), áður en við tók 2 tíma og 40 mínútna flug frá Íslandi til Manchester, og síðan 40 mínútna akstur með leigubíl heim til Liverpool.

Svona leit ferðalagið heim út.

Fjölskyldan var í vikufríi á Tenerife og átti bókað flug heim mánudaginn 28. ágúst og ætlaði fjölskyldan að verja síðustu dögum frísins heima áður en hún sneri aftur til vinnu og skóla. 

Fengu fyrst bókað flug heim níu dögum eftir aflýsta flugið

Gagnrýnir fjölskyldufaðirinn flugfélagið fyrir að hafa ekkert gert til að aðstoða fjölskylduna eftir að fluginu var aflýst. Félagið hafi boðið þeim nýtt flug heim, þann 6. september til Edinborgar í Skotlandi, en ekki til Liverpool í Bretlandi þar sem fjölskyldan býr, eða níu dögum eftir flugið sem aflýst var og á annan áfangastað 360 kílómetrum frá upphaflegum áfangastað. 

Bilun í flugumferðarstjórn olli miklum glundroða

Fjölskyldan er ein fjölmargra strandaglópa sem lentu í kaosinu sem varð síðastliðinn mánudag eftir að bilun varð í flugumferðarstjórn á Bretlandi, sem leiddi til algjörs glundroða í flugi með tilheyrandi aflýsingum og töfum. Bilun varð í NATS flugstjórnarkerfinu á mánudag, sem olli víðtækri truflun á flugi til og frá Bretlandi meðal annars á flugvélum Icelandair og Play eins og sagði í frétt Vísis á mánudag. 

„Það er ekki alveg vitað enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allir eru auðvitað að reyna að komast að og þetta hefur á margar ferðir hjá mörgum flugfélögum. Það er ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag. En þegar þetta kemst í lag hjá þeim í Bretlandi þá mun þurfa að vinda af þeim röskunum sem hafa þegar orðið,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Sjá einnig: Strandaglópar á Spáni vegna flugumferðarkaos – „Ég er 71 árs og þarf að sofa á flugvallargólfinu“

„Við vissum ekki hvernig við áttum að komast heim. Það var ekkert flug í boði, en við vildum bara koma okkur heim. Það mun taka sinn tíma en við komum að minnsta kosti heim á föstudaginn,“ sagði Tubey í viðtali við inews á miðvikudag þegar hann útskýrði örvæntingarfulla ákvörðun sína um að millilenda á Íslandi til að komast aftur til Bretlands.

Enn er verið að vinda ofan af þeim afleiðingum sem bilunin hafði í för með sér og koma farþegum til síns heima. Bilunin stafaði af fluggögnum sem National Air Traffic Services fékk – þar sem bæði aðal- og varakerfi svöruðu með því að stöðva sjálfvirka vinnslu. Martin Rolfe, framkvæmdastjóri Nats, gaf skýringu í yfirlýsingu á þriðjudag og sagði ljóst að „engar vísbendingar“ væru um að bilunin hafi verið af völdum netárásar. Rannsókn á biluninni er í gangi.

Sjá einnig: Easy Jet breytti heimferð Fannyjar og fjölskyldu í martröð – „Við höfum aldrei lent í svona áður“

Segist skilja ástandið en gagnrýnir samskiptaleysi og enga þjónustu

Tubey segist skilja það að flugfélagið hafi litla stjórn haft á biluninni og afleiðingum hennar, hann gagnrýnir þó flugfélagið harðlega fyrir að hafa engin svör, aðstoð eða þjónustu veitt í kjölfarið. Fjölskyldan hafi þurft að leggja út fyrir greiðslu á hóteli tvær aukanætur á Tenerife, auk heimferðarinnar.

Talsmaður easyJet sagði Inews á miðvikudag að fjölskyldan hefði fengið upplýsingar um að fjölskyldunni hefði verið boðið upp á gistingu og flug heim á fimmtudaginn, en Tubey neitar að hafa fengið slík skilaboð frá flugfélaginu. 

Talsmaðurinn sagði: „Okkur þykir mjög leitt að heyra að flugi Tubey fjölskyldunnar heim hafi verið aflýst vegna bilunar í flugstjórnarkerfum, sem hefur valdið verulegri truflun á flugáætlunum allra flugfélaga um Bretland. Við höfum verið að veita Tubey fjölskyldunni uppfærslur beint með tölvupósti, og til ferðaskrifstofu þeirra, sem hafa staðfest að við erum að vinna allan sólarhringinn til að leita stöðugt að hentugasta fluginu heim til að bóka þau á, og einnig staðfesta upplýsingar um gistinóttina sem við fengum fyrir þau. Okkur hefur tekist að bóka Tubey fjölskylduna í flug heim sem fer á morgun og við höfum sent upplýsingarnar beint til þeirra og ferðaskrifstofu þeirra. Þó að ástandið sé algjörlega óviðráðanlegt, skiljum við að ástandið sé svekkjandi og okkur þykir mjög leitt að það hafi haft áhrif á frí Tubey fjölskyldunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin