fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ákærð fyrir að myrða manninn sem hún kærði fyrir nauðgun

Pressan
Mánudaginn 25. september 2023 22:00

Nágrenni Enköping/Wikimedia. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára stúlka hefur verið ákærð, í Svíþjóð, ásamt fjórum bræðrum á svipuðum aldri fyrir að myrða 26 ára gamlan mann sem hún hafði áður kært fyrir nauðgun. Hún er sögð hafa sagt við vinkonu sína að nauðgarar yrðu að deyja með því að vera hengdir. Bróðir hins myrta segir að allir sem þekktu bróður hans hefðu verið í áfalli yfir því að svona nokkuð gæti komið fyrir jafn góðan mann.

Þann 26. mars síðastliðinn fannst leigubíll þakinn snjó nærri náttúruverndarsvæði í nágrenni bæjarins Enköping sem er um 78 kílómetra vestur af Stokkhólmi. Bíllinn var tómur en gjaldmælirinn hafði verið í gangi síðan 24. mars. Rannsókn var strax hafin á hvarfi leigubílstjórans, sem var 26 ára, sem hafði einmitt ekki sést síðan 24. mars og grunur lék á að honum hefði verið rænt.

Hann fannst sex dögum síðar í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð og hafði þá verið hengdur með reipi upp í trjágrein. Morðrannsókn hófst þegar í stað.

Rannsóknin beindist fljótlega að fjórum bræðrum á aldrinum 16-18 ára og vinkonu eins bróðurins sem var þá 15 ára gömul. Gögn bentu til að peningar hefðu verið millifærðir af reikningi hins látna á reikning eins vinar bræðranna. Gögn frá símafyrirtækjum gáfu einnig til kynna að símar ungmennanna hefðu verið á svæðinu þegar maðurinn lést. Símar ungmennanna voru í kjölfarið hleraðir. DNA úr hinum ákærðu fannst í bíl hins látna og á reipinu sem hann var hengdur með. Einnig fundust hlutir sem voru í eigu hins látna á heimilum sumra af hinum ákærðu. Þetta allt telur saksóknari nægileg sönnunargögn til að ákæra ungmennin fyrir morð.

Morðið á 26 ára gamla manninum er rakið til sumarsins 2022 en þá kynntust maðurinn og stúlkan sem er ákærð á samfélagsmiðlum og hittust síðan í eigin persónu í kjölfarið.

Í febrúar á þessu ári kærði stúlkan manninn fyrir að hafa nauðgað sér átta mánuðum áður. Lögreglan á svæðinu segir að rannsóknin á kærunni hafi reynst erfið. Atburðarásin eins og stúlkan lýsti henni þótti óljós, engin vitni voru til staðar og stúlkan gat ekki nafngreint gerandann með öðru en nafni sem hann kallaði sig í netheimum. Rannsókn á kærunni var ekki hætt en hún lenti neðarlega á forgangslista lögreglunnar. Til stóð þó að stúlkan bæri vitni um málið en áður en kom að því var hún handtekin grunuð um morðið.

Sagði að hann yrði að deyja

Þar af leiðandi er líkleg ástæða fyrir morðinu talin vera hefnd fyrir nauðgunina sem var kærð. Meðal sönnunargagna málsins eru símtöl stúlkunnar við vinkonu sína þar sem hún sagði að nauðgarar yrðu að deyja með því að vera hengdir og eins bróðurins við vitni í málinu þar sem kom fram að stúlkan hefði lagt til að hann og bræður hans myndu leita hefnda gagnvart manninum.

Stúlkan hitti manninn sem hún kærði 18. mars en það er óljóst hvað fór þeim á milli en saksóknari telur mögulegt að sá fundur hafi verið undanfari að því að maðurinn var myrtur nokkrum dögum seinna.

Atburðarásin að kvöldi 24. mars, þegar maðurinn hvarf, er enn nokkuð óljós. Bræðurnir neita allir að hafa myrt manninn og hafna því alfarið að þeir hafi yrirhöfuð verið á vettvangi morðsins. Stúlkan viðurkennir að hafa skipulagt fund með manninum til að ræna hann og ganga í skrokk á honum en neitar að hafa tekið þátt í morði.

Saksóknarar telja að hún hafi lokkað manninn á staðinn og haldið honum uppi á snakki þar til bræðurnir komu. Þeir segja að ungmennin hafi undirbúið morðið nokkrum dögum áður með því að útvega sér reipi og grímur. Óljóst er hvernig ungmennin komu manninnum á staðinn þar sem hann á endanum fannst en saksóknarar telja full víst að hann hafi ekki tekið eigið líf og að engir aðrir einstaklingar hafi komið að því að myrða hann. Þeir segja að um hreina aftöku hafi verið að ræða.

Bróðir hins myrta segir að hann, ásamt foreldrum sínum og systur, syrgi bróður sinn mjög. Allir sem hafi þekkt hann hafi verið í áfalli yfir að svona nokkuð gæti hent mann eins og hann. Bróðir sinn hefði ekki reykt, ekki notað munntóbak og heldur ekki drukkið áfengi. Hann hefði ekki haft nein tengsl við undirheimana og það væri sláandi að svona einstaklingur skuli hafa glatað lífinu vegna aðgerða nokkurra ungmenna.

Það var Aftonbladet sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“