fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Annað geimverulíkið í Mexíkó sagt ólétt – Er þetta stærsta uppgötvun mannkynssögunnar eða eru brögð í tafli?

Pressan
Þriðjudaginn 19. september 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er til líf á öðrum hnöttum? Þessi spurning hefur leitað meira á okkur mannfólkið síðustu misseri eftir að Bandaríkjaher opinberaði upplýsingar um fljúgandi furðuhluti af óþekktum uppruna og nú þegar meint geimverulík hafa verið opinberuð.

Maður að nafni Jaime Maussan afhjúpaði meintar líkamsleifar af fjarrænum uppruna á dögunum, en hann hefur nefnt líkin Clöru og Mauricio. Hann greindi þinginu í Mexíkó frá parinu fyrir helgi og sagði að um eina mikilvægustu uppgötvun mannkynssögunnar væri um að ræða. Maussan þessi er sérstakur áhugamaður um fljúgandi furðuhluti, svo það komi skýrt fram.

Mun samstarfsfélagi Maussan, Jose Zalce Benitez, hafa skannað líkin og hafi sú rannsókn sannað að hér sé um að ræða heilsteypta beinagrind úr veru af lífrænum uppruna. Þessa yfirlýsing kemur í framhaldi þess að efasemdamenn töldu ljóst að þau Clara og Mauricio væru manngerð listaverk fremur um sönnun um vitsmunalíf á öðrum plánetum.

Þessi rannsókn fór fram í beinni útsendingu á YouTube-rás Maussan á mánudag. Myndir af þeim Clöru og Mauricio sýna að hér sé á ferðinni meintar verur með löng höfuð, með þrjá fingur á hvorri hönd, bein sem eru sterkbyggð en létt og svo hafa þau engar tennur. Það sem gerði geimverurnar sérstakar var að háls þeirra hafi þær getað dregið inn, líkt og fuglar gera.

Mun rannsóknarteymi undir forystu Benitez hafa gaumgæft líkamsleifarnar og sögðu ljóst að Clara væri kvenkynslífvera og mögulega hafi hún verið þunguð. Hún væri lífræn vera og mætti finna stóra hnúða í kvið hennar sem gætu verið egg, sem innan í væru fóstur.

Geimverurnar segir Maussan hafa fundist í Perú árið 2017 og hafi erfðaefni þeirra í kjölfarið reynst framandi. „Þetta var söguleg stund sem sannar svo það sé hafið yfir allan vafa að við erum ekki ein í heiminum.“

Segja má að vísindasamfélagið hafi tekið þessari afhjúpun með fyrirvara. Hafa sérfræðingar stigið fram og kallað þetta uppþot út af engu og hér sé verið að beita almenning bellibrögðum. Julieta Fierro, vísindamaður við háskóla í Mexíkó segir að þau sýni sem hún hafi rannsakað komi líklega úr múmíum sem hafi látið lífið á ólíkum tímum. Hún benti einnig á að Maussan hafi ranglega haldið því fram að háskólinn hafi staðið með honum að rannsókn á meintu geimverunum. „Auðvitað er þetta allt uppspuni,“ sagði hún í yfirlýsingu. Vísindamaðurinn Flavio Estrada segir að geimverurnar séu eins konar dúkkur sem eru samsettar úr mennskum beinum sem og beinum úr jarðneskum skepnum. Þetta hafi svo verið límt saman með lími úr gerviefnum og loks hjúpað gervihúð og ryki. Það eina rétta sem Maussan hafi sagt sé að ekki sé um líkamsleifar manneskju að ræða. Þingið í Mexíkó hafi líklega hleypt Maussan upp í pontu til að vinna sér inn vinsældir og athygli.

Ekki hefur það heldur hjálpað til að þeir Maussan og Benitez hafa áður stigið fram með meinta uppgötvun, sem var svo afsönnuð. Þeir sögðu árið 2015 að múmía sem fannst í Perú væri í raun geimvera. Hið rétta var að þar var á ferðinni mennskt barn. Svo bætti það heldur ekki úr skák að geimverurnar minna óþægilega mikið á geimveruna úr E.T kvikmyndinni, en varla getur það staðist að leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg, hafi hitt naglann svona rækilega á hausinn á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga