fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Holdsveiki lifir ágætu lífi í Flórída

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 19:00

Hönd holdsveikisjúklings

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsuvefur CNN greinir frá því að nýlega hafi 54 ára gamall landslagsarkitekt komið á húðlæknastofu í Orlando í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Um var að ræða karlmann sem var með flekkótt útbrot á húðinni sem ollu honum nokkrum sársauka. Húðlæknirinn Rajiv Nathoo tók fimm til sex vefjasýni.

Útbrotin voru að breiðast út frá útlimum mannins í andlit hans. Maðurinn hafði farið til fleiri lækna en þeir stóðu allir á gati og tókst ekki að greina hvað olli útbrotunum.

Vefsýnin sem húðlæknirinn Nathoo tók staðfestu hins vegar þann grun hans að maðurinn væri haldinn holdsveiki. Hann lýsti tilfellinu sem fyrirbrigði sem hann var eingöngu vanur að lesa um í fræðibókum.

Maðurinn passaði hins vegar ekki við hefðbundna þætti sem valda aukinni áhættu á að smitast af holdsveiki. Nathoo tók eftir því að fleiri tilfelli höfðu greinst í nágrenninu og hann fór að gruna að miðhluti Flórída væri kjörlendi fyrir holdsveiki.

Nathoo mælir eindregið með því að heilbrigðisstarfsfólk á svæðinu sé vel á verði gagnvart því að upp komi fleiri tilfelli af þessu tagi.

Í öllum Bandaríkjunum er tíðni holdsveiki hæst í miðhluta Flórída. Árið 2020 komu upp 159 tilfelli upp í öllu landinu en árlega koma upp rúmlega 200.000 tilfelli í heiminum öllum. Í miðhluta Flórída greindust 81 prósent allra tilfella í ríkinu og 1 af hverjum 5 tilfellum í Bandaríkjunum öllum.

Holdsveiki er sjúkdómur sem orsakast af bakteríu sem ræðst á taugar undir húðinni. Ekki er vitað með fullri vissu hvernig hún smitast en talið er líklegast að það gerist með dropasmiti þegar smitaður einstaklingur hóstar eða hnerrar.

Helstu einkenni eru sár og útbrot sem valda yfirleitt takmörkuðum sársauka vegna áhrifa bakteríunnar á taugar hins smitaða einstaklings.

Til að smitast þarf að komast í snertingu við einstakling með holdsveikismit sem hefur ekki verið meðhöndlað vikum eða jafnvel mánuðum saman. Ónæmiskerfi um það bil 95 prósent fólks í Bandaríkjunum er sagt ráða vel við bakteríuna sem veldur veikinni.

Þess vegna er holdsveiki sjaldgæf í landinu en algengast er að fólk smitist þegar það ferðast til landa þar sem tíðni holdsveikismita er hærri eða kemst í snertingu við ákveðna tegund beltisdýra sem vitað er að ber bakteríuna í sér.

Holdsveiki sögð orðin landlæg í Flórída

Það koma þó upp tilfelli þar sem ekki er vitað hvernig viðkomandi smitaðist.

Umræddur 54 ára gamall maður sagði við lækna að hann hefði aldrei farið út fyrir Flórída-ríki, aldrei komist í snertingu við beltisdýr og aldrei haft samskipti við fólk frá löndum með háa tíðni holdsveikismita. Vegna starfs síns sem landslagsarkitekt hafði hann hins vegar eytt miklum tíma utandyra.

Á árunum 2015-2020 komu 34 prósent tilfella holdsveiki í Flórída upp með óþekktum hætti og því er talið að holdsveiki sé orðin landlæg í ríkinu. Hún er þó enn svo sjaldgæf að ekki er talinn ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þróuninni.

Þessi þróun er einnig orðin til þess að heppilegast er talið að læknar í ríkinu geri ekki lengur ráð fyrir að fólk geti bara smitast af holdsveiki með ferðum til þeirra landa þar sem hún er algengust eða nálægð við beltisdýrin sem bera bakteríuna í sér.

Sumir sérfræðingar hafa þó áhyggjur. Ef holdsveiki er ekki meðhöndluð getur hún lamað hendur og fætur, ollið blindu og því að fingur og tær styttast. Lækningin felst í inntöku sérstakra sýklalyfja í nokkur ár.

Eitt helsta vandamálið við holdsveiki er hins vegar að meðgöngutími bakteríunnar getur verið mjög langur en það getur tekið allt að 20 ár fyrir einkenni að koma fram. Sú staðreynd gerir smitrakningu afar erfiða.

Það hversu sjaldgæf holdsveiki er þó enn í Bandaríkjunum gerir greiningu hennar einnig erfiða þar sem læknar hafa ekki reynslu af henni og eru því líklegri til að koma með ranga sjúkdómsgreiningu.

Hinn 54 gamli landslagsarkitekt hafði til að mynda verið með útbrotin í fimm ár og gengið á milli lækna þar til hann var loks greindur með holdsveiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast