fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

App sem varar við dæmdum barnaníðingum sagt ólöglegt

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 12:41

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því nú í morgun að nýtt sænskt app sem varar notendur við því ef þeir búa nærri fólki sem dæmt hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum sé talið ólöglegt samkvæmt lögfræðiáliti.

Í appinu getur hver sem er slegið inn heimilisfangið sitt og athugað hvort viðkomandi búi nálægt dæmdum barnaníðingum.

Appið kemur í kjölfar sænsku vefsíðunnar Dumpen.se sem vakið hefur mikla athygli undanfarin ár. Á síðunni eru fullorðnir einstaklingar sem sækjast eftir kynferðislegu samneyti við börn afhjúpaðir.

Appinu var hleypt af stokkunum fyrr í vikunni og hefur þegar verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Í appinu er ekki einungis að finna heimilsföng dæmdra barnaníðinga heldur nýtir appið einnig upplýsingar af Dumpen um einstaklinga sem hafa talið sig vera i netspjalli við börn og leitað eftir kynferðislegu samneyti við þau en í raun hefur verið um að ræða aðstandendur síðunnar. Þeir mæla sér mót við þessa einstaklinga sem sýnt hafa börnum kynferðislegan áhuga og afhjúpa þá á síðunni. Meðal þeirra sem afhjúpaðir hafa verið eru einstaklingar sem ekki hafa verið dæmdir fyrir rétti.

Ängla Pändel, lögfræðingur hjá rannsóknastofnun sem sérhæfir sig í lögum sem tengjast internetinu, segir hins vegar að það brjóti í bága við sænsk lög að gera slíkar upplýsingar opinberar með þessum hætti. Engu skipti þótt aðstandendur appsins telji tilgang sinn góðan og lögmætan.

Telja varla hægt að endurhæfa dæmda barnaníðinga

SVT ræddi við einn þeirra, mann að nafni Jonas Salminen. Hann hafnar allri slíkri gagnrýni. Helsta markmiðið sé ekki að gera þessa einstaklinga að skotmarki heldur vernda börn fyrir þeim. Appið geri meira gagn en skaða.

Í ljósi þessara ummæla Salminen spurði fréttamaður SVT hvers vegna appið væri þá ekki ókeypis en það kostar 49 sænskar krónur (607 íslenskar krónur) að hlaða því niður.

Salminen svarar því þannig að þúsundir vinnustunda og mikið fé hafi verið lagt í þróun appsins.

Appið byggir á dómum frá 2007 og til dagsins í dag. Nöfn, heimilisföng og kennitölur þúsunda manna hafa nú verið birt í appinu.

Salminen segir að það sé afar erfitt að endurhæfa þá sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot gegn börnum. Þess vegna skipti ekki máli þótt brot hafi verið framin fyrir 10 árum eða meira. Svona glæpir eigi að fylgja viðkomandi einstaklingum út lífið.

Þegar kemur að nýtingu upplýsinga af Dumpen segir hann að vissulega séu ekki allir sem afjúpaðir eru á vefsíðunni með dóm á bakinu, en ef menn séu að senda myndir af kynfærum sínum til 12 ára barna og spjalli við þau á kynferðislegum nótum sé augljóslega ekki allt í lagi með þá.

Salminen fullyrðir að aðstandendur appsins og Dumpen hafi ekki haft með sér neina samvinnu. Hann segir að ekki hafi enn borist tilkynning um málsóknir vegna meiðyrða en hann á von á því að sú verði raunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegar vendingar í 14 ára gömlu „sjálfsvígsmáli“

Ótrúlegar vendingar í 14 ára gömlu „sjálfsvígsmáli“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi