fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Strandaglópar á Spáni vegna flugumferðarkaos – „Ég er 71 árs og þarf að sofa á flugvallargólfinu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 22:23

Örmagna ferðalangar á Palma flugvellinum á Mallorca Mynd: The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir ferðalangar eru nú strandaglópar á flugvellinum í Las Palmas vegna algjörs kaós í flugumferðarstjórn sem hefur áhrif á hverja vélina á fætur annarri. Bresk hjón og lífeyrisþegar sem sitja föst í Las Palmas segja frá því í viðtali við The Sun að þau hafi þurft að hafna boði um hótel sem kostaði 50 pund hver nótt þar til næsta flug þeirra býðst eftir 12 daga. Ástæðan? „Við höfum ekki efni á því,“ segir Ken Blanks, 71 árs. 

Hjónin eru ekki þau einu sem eiga aðeins höfði að halla á flugvellinum því aðrar fjölskyldur, margar ungar með ung börn sitja líka fastar á flugvellinum á Gran Canaria með börn án nokkurs staðar sem þær hafa efni á að gista á.

Ken og Lisa Blanks
Mynd: The Sun

Í grein The Sun sem birt var í gær má sjá fjölda mynda af dauðþreyttum ferðalöngum sem allir eiga það sameiginlegt að vera strandaglópar á flugvelli, ekki aðeins á Spáni, heldur einnig á Stanstead, Gatwick og í Birmingham í Bretlandi. 

„Þeim er alveg sama um okkur“

Ken sem er búsettur í Bristol í Bretlandi gagnrýnir lággjaldaflugfélagið easyJet fyrir að bjóða farþegum ekki gistingu og hafa engin samskipti við þá. „Þetta er algjörlega ógeðslegt,“ segir Ken sem þjáist af hjartavandamálum og er dauðhræddur vegna þess að lyfin sem hann hefur meðferðis munu ekki endast næstu 12 daga. „Fríið mitt á Gran Canaria er búið, en það er enginn frá easyJet að tala við okkur. Þeim er alveg sama um okkur. Næsta flug er eftir 12 daga svo við erum föst hér. Flugvöllurinn bauð sumum barnafjölskyldum upp á hótel en þær verða að halda áfram að taka leigubíla þangað og til baka. Það er 200 evrur frá flugvellinum að hótelinu. Enginn hefur peninga til þess. Ég hef ekki efni á hóteli. Og það er enginn hér til að segja okkur neitt. Það er hádegi og við getum enn ekki haft samband við easyJet, jafnvel á flugvellinum veit enginn hvað er að gerast. Það er easyJet flug sem kemur um klukkan 14 en það flug er fyrir fólkið sem á að fara í dag. Þetta er átakanlegt, þremur flugferðum var aflýst í gær [mánudag], við erum enn í algjörri óvissu og okkur hefur ekki verið boðið upp á drykki eða mat,“ segir Ken.

„Sumum var boðið hótel fyrir nóttina, leigubílagjald auk hótelkostnaðar sem þeir borguðu sjálfir, á meðan aðrir eins og ég hafa ekki efni á þessu tilboði og við vitum ekki enn hvað mun gerast í kvöld. Ég er alveg aðframkominn og veit bara ekki hvað ég á að gera.“

Annar farþegi og hans fólk var aðeins heppnara, en Matthew Page segir að easyJet hafi komið þeim fyrir á hóteli í eina nótt í Túnis en þeim hafi verið sagt að sjá um sig sjálf þar til flug verður í boði, sem verður kannski ekki fyrr en í næstu viku. „EasyJet hefur ekkert hjálpað. Þeir hafa boðið okkur eina nótt og svo eigum við að bjarga okkur. Við erum með þrjú börn með okkur og greinilega er næsta flug heim eftir rúma viku.“

Tæknileg bilun sem olli viðtækri truflun

Bilun varð í NATS flugstjórnarkerfinu á mánudag, sem olli víðtækri truflun á flugi til og frá Bretlandi meðal annars á flugvélum Icelandair og Play eins og sagði í frétt Vísis á mánudag. 

„Það er ekki alveg vitað enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allir eru auðvitað að reyna að komast að og þetta hefur á margar ferðir hjá mörgum flugfélögum. Það er ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag. En þegar þetta kemst í lag hjá þeim í Bretlandi þá mun þurfa að vinda af þeim röskunum sem hafa þegar orðið,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Við höfum gert allt sem við getum til að lágmarka áhrif truflunarinnar, veitt viðskiptavinum upplýsingar um möguleika þeirra til að flytja flugið sitt ókeypis eða fá endurgreiðslu, tryggja hótelgistingu þar sem það er hægt og ráðleggja viðskiptavinum sem geta sjálfir útvegað gistingu eða aðra ferðatilhögun um hvort að þeir fái endurgreitt. Þó að þetta sé eitthvað sem við höfum enga stjórn á biðjumst við velvirðingar á erfiðleikunum sem þetta hefur valdið og við höldum áfram að einbeita okkur að því að gera allt sem unnt er til að aðstoða og flytja viðskiptavini okkar heim eins fljótt og auðið er á þessum mjög annasama árstíma,“ segir talskona easyjet við The Sun.

Martin Rolfe, framkvæmdastjóri National Air Traffic Services, sagði í gær að bilunin væri „tæknilegt vandamál„ sem stöðvað hefði sjálfvirka vinnslu eftir mikið innstreymi gagna. Þrátt fyrir að greint sé frá að vandamálið hafi komist í lag í gær, er eigi að síður eftir að vinda ofan af þeim þúsundum ferðalanga sem urðu fyrir barðinu á biluninni sem stóð yfir í fjórar klukkustundir. 

Segir The Sun að tilkynnt hafi verið um fjölda ferðalanga víðs vegar, meðal annars á bresku völlunum Heathrow, Gatwick, Stanstead og Luton á þriðjudagsmorgun þar sem flugfélög eiga í erfiðleikum með að vinda ofan af vandanum. 

Farþegar á Stanstead
Mynd: The Sun

Versta röskun á flugi síðan Eyjafjallajökull gerði allt vitlaust

Segir The Sun að um sé að ræða verstu röskun á flugi í Bretlandi síðan íslenska eldfjallið með erfiða nafninu, Eyjafjallajökull, olli miklum röskunum víðs vegar um Evrópu árið 2010. Nú í vikunni hafi um 200 þúsund farþegar lent í aðstæðum sem þeir ætluðu svo sannarlega ekki að enda fríið sitt á, eða hefja það á.

Innsláttarvillu um að kenna?

Fréttir herma að mistök fransks flugfélags kunni að hafa valdið allri þessari óreiðu, og er ekki útilokað að innsláttarvilla þeirra frönsku sé orsökin. Rannsókn bresku flugmálastjórnarinnar er í gangi og mun skýrslu að vænta innan nokkurra daga, það er þó staðfest að vandinn er af tæknilegum toga, en ekki vegna netöryggisvanda.

Helen Clayton ákvað að nýta langa helgi og skella sér til Mallorca í þrjá daga, og situr nú föst þar. Hún náði að endurbóka flug sitt, næsta sunnudag. „Ég fékk flug í nótt og hef ekki hugmynd um hvað gerist eftir það. Ég á enga peninga eftir, ég á engin hrein föt og ég átti að mæta í vinnuna í dag. Það eru þúsundir hér í sömu stöðu og ég og það er mjög heitt á vellinum og einnig kominn hiti í mannskapinn út af ástandinu og voru öryggisverðir kallaðir til.“

Hefur áhyggjur af heyrnarlausum syni sínum

Emma Chambers hefur áhyggjur af Zak 18 ára gömlum heyrnarlausum syni sínum sem þurfti að gista á gólfinu á Tenerife flugvelli. Chambers segir að rafhlöður fyrir heyrnartæki hans muni líklega ekki endast þar til sonur hennar á flug heim, þann 9. september . „Þetta var fyrsta fríið hans með vinum til að fagna því að komast inn í háskóla. Þeir mættu á völlinn og var sagt að fluginu væri aflýst. Zak hefur ekkert getað sofið.“

Sonurinn brá síðan á það ráð skoða aðra ferðamöguleika heim og sér fram á að eyða námsstyrk sínum í að fljúga frá Tenerife til Bordeaux í Frakklandi og þaðan til Cork á Englandi. Þaðan mun hann taka lest til Dublin og síðan aðra til Belfast. „Það eina sem easyJet segir er að vinirnir geti greitt heimför sína eftir öðrum leiðum eða beðið eftir flugi með easyjet þann 9. september, skólinn hjá syni mínum á að byrja 8. september. Sonur minn er duglegur og seigur að bjarga sér, en án heyrnartækjanna þá getur hann ekki heyrt eða átt í samskiptum. Hann er núna hræddur og kvíðinn.“

Zak og vinir hans
Mynd: The Sun

Luke Morrison-Williams situr fastur í Hurghada á Egyptalandi, ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra, átta og tólf ára. Flugfélagið greiddi fyrir þau eina nótt á hóteli og ekki söguna meira. „Við höfum verið endurbókuð í flug eftir níu daga en easyJet mun ekki útvega gistingu og við höfum ekki efni á hóteli. Það eru margir hérna í sömu stöðu, fólk í hjólastólum, lítil börn,“ segir hann en fjölskyldan sat í anddyri hótelsins ásamt fjölmörgum strandaglópum, án matar og drykkja og segir hann hótelið ekki einu sinni bjóða þeim vatn.

„Ég er á hjartalyfjum sem eru að klárast sem er annað áhyggjuefni. Við vitum í raun ekki hvað við eigum að gera. Við höldum fast í vonina um að fulltrúi easyJet muni birtast en hann sagði annarri konu að easyJet myndi ekki hjálpa okkur og slökkti síðan á símanum sínum.“

Luke Morrison-Williams og fjölskylda hans sitja föst hér
Mynd: The Sun

Parið Adam Ashall-Kelly og Christine Marriott fékk flugi sínu frá Manchester til Verona á Ítalíu aflýst í gær, en þau ætluðu að gifta sig í Malcesine nálægt Gardavatni á laugardaginn. Óttast þau að draumabrúðkaupið sé núna farið í vaskinn. 

„Við höfum skoðað hvort við getum fengið flug til Parísar og svo farið með lest, en það eru verkföll. Við höfum skoðað að keyra alla leiðina til Ítalíu. Við erum að skoða alla möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“