fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ósköp venjulegur eiginmaður og faðir átti sér skelfilegt leyndarmál

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 22:00

Heimili Negasi Zuberi og fjölskyldu/Google maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem var handtekinn um miðjan júlí í Nevada-ríki í Bandaríkjunum hefur verið sakaður um mannrán, kynferðislegt ofbeldi og að halda konu fanginni í bílskúrnum á heimili sínu.

Maðurinn er 29 ára gamall og heitir Negasi Zuberi. Hann flutti fyrir hálfu ári til bæjarins Klamath Falls í Oregon-ríki ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra.

Zuberi er grunaður um árásir af kynferðislegum toga í fjórum ríkjum Bandaríkjanna. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir mannrán og að hafa flutt þolandann á milli ríkja. Zuberi var handtekinn 16. júlí síðastliðinn eftir umsátur á bílastæði Wal-Mart verslunar í Nevada. Hann var í kjölfarið framseldur til Oregon og ákærður þar en málið verður flutt fyrir alríkisdómstól þar sem meintir glæpir hans náðu yfir ríkjamörk.

Melanie McClure sem var nágranni Zuberi og fjölskyldu í Klamath Falls sagði að þegar hún kynnti sig fyrir honum hafi hann kynnt sig með nafninu Sakima og sagt henni að þau fjölskyldan hefðu flust til bæjarins frá Colorado-ríki.

Zuberi notaði einnig nöfnin Justin Hyche og Justin Kouassi í samskiptum við annað fólk en þennan nágranna sinn.

McClure segir að Zuberi hafi ekkert verið óheyrilega vinalegur en heldur ekki verið með nein leiðindi. Hún segir að ekkert í fari hans hafi gefið til kynna að hann væri fær um það athæfi sem hann hefur nú verið ákærður fyrir og sakaður um.

Eftir að hundur McClure varð fyrir árás stærri hunds bjargaði Zuberi honum og hnoðaði í hann lífi. McClure gaf honum vínflösku í þakkarskyni og segir að eftir þetta hafi hana ekki grunað að þessi nágranni hennar væri með eitthvað misjafnt í pokahorninu. Hún segir að þetta sýni að hver sem er geti falið hvað sem er.

McClure segist ekki hafa komist að því við hvað Zuberi vann en virtist hann ekki fylgja föstum vinnutíma. Hún segir eiginkonu hans vera mjög indæla og fullyrðir að konan hafi ekkert vitað um glæpi eiginmannsins.

Fréttamenn NBC hafa ekki náð tali af eiginkonu Zuberi.

Þykist vera lögreglumaður

Hjónin leigðu húsið sem þau bjuggu í og leigusölunum var verulega brugðið yfir því að kona hefði verið frelsissvipt í þeirra eign. Þeir létu bera fjölskylduna út úr húsnæðinu eftir að Zuberi var handtekinn.

Zuberi kom konunni fyrir í klefa sem hann klambraði saman úr steypuklumpum en hún náði að sleppa og gera vart við sig.

Konan starfar í kynlífsiðnaðinum og var stödd í borginni Seattle í Washington-ríki þegar Zuberi vatt sér að henni og sagðist vera lögreglumaður. Hann beindi rafbyssu að henni og sagðist þurfa að fara með hana í varðhald.

Zuberi er sagður hafa sett konuna í fóta- og handjárn, beitt hana kynferðislegu ofbeldi og keyrt með hana á heimili sitt í Klamath Falls sem er um 724 kílómetra suður af Seattle. Þegar þangað var komið og Zuberi var búinn að setja konuna inn í klefann í bílskúrnum svaf hún um stund en áttaði sig loks á því að ef hún myndi ekki sleppa væri dauðinn vís.

Í fréttum NBC er haft eftir fulltrúum alríkislögreglunnar FBI að konan hafi sloppið út úr bílskúrnum með því að berja á dyr þar til hendur hennar voru orðnar blóðugar. Það kemur þó ekki fram hvort það var bílskúrshurðin sjálf eða hliðardyr.

Konan hljóp því næst út á götu og bað ökumann sem átti leið hjá að hringja í neyðarlínuna sem hann gerði.

Við húsleit á heimili Zuberi fannst handskrifaður miði þar sem stóð „aðgerð-yfirtaka“. Á miðanum stóð einnig að hann yrði að skilja símann sinn eftir heima og að passa að konur sem hann tæki ættu ekki marga að svo það yrði engin rannsókn á hvarfi viðkomandi.

Eins og áður kom fram hefur Zuberi verið sakaður um árásir af kynferðislegum toga í fjórum öðrum ríkjum Bandaríkjanna en ekki hefur verið gefið upp um hvaða ríki er að ræða.

Á síðustu tíu árum hefur Zuberi búið í alls tólf ríkjum Bandaríkjanna. Hann er grunaður um að hafa beitt margvíslegum aðferðum til að nálgast þær konur sem hann er talinn hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Þar á meðal að byrla þeim ólyfjan og að þykjast vera lögreglumaður.

FBI hefur opnað sérstaka vefsíðu þar sem mögulegir þolendur eða fólk sem kann að búa yfir upplýsingum um málið geta veitt frekari upplýsingar.

Það var NBC sem greindi frá.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
Pressan
Í gær

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum