fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Kennari sagði nemendum að slá bekkjarfélaga sinn

Pressan
Mánudaginn 28. ágúst 2023 16:00

Skjáskot - Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem fór í mikla dreifingu í netheimum hefur vakið mikla hneykslun á Indlandi. Í myndbandinu, sem tekið er upp á farsíma, má sjá kennara hvetja nemendur til að slá bekkjarfélaga sinn, sjö ára gamlan dreng, í andlitið með flötum lófum. Drengurinn er múslimi  eins og tæplega 14 prósent íbúa Indlands en rúmlega 80 prósent landsmanna eru hindúar. Athæfi kennarans er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Atvikið átti sér stað í síðustu viku í borginni Muzaffarnagar í norðurhluta Indlands en borgin er í um 80 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni, Nýju Dehli.

Á myndbandinu má sjá drenginn standa framarlega í kennslustofunni, fullann ótta. Bekkjarfélagar skiptust á að slá hann og á myndbandinu má sjá og heyra drenginn gráta. Kennarinn heyrist segja nemendunum að slá drenginn almennilega og karlmaður heyrist hlæja á meðan drengurinn má þola högg eftir högg.

Yfirlögregluþjónn á svæðinu segir að kennarinn, sem er kona, hafi sagt nemendunum að slá drenginn af því hann hafi ekki munað stundatöflurnar sínar. Hún er sögð einnig hafa sagt að þegar mæður nemenda sem aðhyllast íslam fylgist ekki með námi barna sinna sé námsárangur þeirra ónýtur.

Kennarinn sætir nú rannsókn lögreglu en hefur ekki verið formlega ákærð eða handtekin. Skólanum hefur jafnframt verið lokað, að minnsta kosti tímabundið.

Þetta mál kemur upp í kjölfar aukinnar spennu milli trúarhópa á Indlandi undanfarin ár. Flokkurinn Bharatiya Janata(BJP) hefur farið með völdin á Indlandi síðan 2014 og gert mikið út á stefnu sem hyglir hindúum. Mannréttindasamtök og aðrir gagnrýnendur hafa sagt indverska ráðamenn hafa með stefnu sinni skapað ótta og höfnunartilfinningar meðal minnihlutahópa.

Rahul Gandhi, einn helsti leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Congress, sagði á X (áður Twitter) að kennarinn hefði sáð eitruðum fræjum mismununar í huga saklausra barna. Hann sagði að það væri ekkert verra sem kennarinn gæti gert fyrir landið en að breyta skóla í markaðstorg fyrir hatur.

Gandhi sakaði einnig BJP um að kveikja elda óumburðarlyndis út um allt Indland. Hann segir börn vera framtíð landsins og það eigi að kenna þeim ást en ekki hatur.

BJP hefur ekki svarað þessari gagnrýni en hefur áður sagt að flokkurinn mismuni ekki fólki.

Segist hafa verið beðin um að refsa drengnum

Skýrt er í indverskum lögum að líkamlegar refsingar og andlegt ofbeldi í skólum, gagnvart börnum, eru bannaðar.

Kennarinn heldur því fram að faðir drengsins hafi beðið um að honum yrði refsað með þessum hætti. Hún segir að vegna fötlunar sinnar hafi hún ekki getað slegið drenginn og þess vegna sagt samnemendum hans að gera það.

Þetta mál kemur upp á sama tíma og stefna BJP hefur öðlast meiri vinsældir og alið á meiri sundrungu í indversku samfélagi.

Eins og áður sagði komst BJP til valda, í kjölfar kosningasigurs, árið 2014. Frá valdatöku flokksins og fram til ársins 2018 jókst tíðni hatursglæpa í garð minnihlutahópa um 786 prósent.

Borgin Muzaffarnagar, þar sem atvikið átti sér stað, er í fylkinu Uttar Pradesh. Hlutfall múslima er hærra þar en á landsvísu, alls 20 prósent.

Fyrsti ráðherra í Uttar Pradesh, Yogi Adityanath, sem tilheyrir BJP-flokknum hefur hins vegar látið fjandsamleg ummæli falla í garð múslima og kom í gegnum fylkisþingið lögum sem juku rétt hindúa á kostnað múslima.

Það var CNN sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi