fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Stjórnmálaforingi gagnrýndur fyrir að klæðast Hawaii skyrtu

Pressan
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 14:30

Jimmie Åkesson leiðtogi Svíþjóðardemókrata/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski fjölmiðilinn Expressen greinir frá því að Jimmie Åkesson leiðtogi Svíþjóðardemókrata, næst stærsta flokksins á sænska þinginu, hafi síðastliðna helgi verið viðstaddur partý með Hawaii þema á einkaheimili í bænum Sölvesborg.

Meðal annarra gesta var Ulf Hansen, sem er sveitarstjórnarfulltrúi fyrir Svíþjóðardemókrata, og birti hann mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá má m.a. Åkesson klæðast Hawaii skyrtu og strápilsi. Undir myndina ritar blaðafulltrúi flokksins athugasemd um að þetta hafi greinilega verið skemmtilegt partý.

Partýið var haldið á sama tíma og mannskæðir skógareldar geisuðu á Maui-eyju, sem er hluti af Hawaii eyjaklasanum í Kyrrahafi, en nú hefur verið staðfest að 93 manns hafa látist af þeirra völdum. Åkesson hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir uppátækið og hefur með því þótt sýna talsverða ónærgætni.

Annika Strandhäll, fyrrum ráðherra sænskra jafnaðarmanna, sagði í færslu á X (áður Twitter) að það væri nóg komið af trúðaskapnum í Svíþjóðardemókrötum. Hún var þá einnig að vísa í mál Richard Jomshof, fyrrverandi ritara og þingmanns flokksins, sem sakaður hefur verið um að ógna þjóðaröryggi Svíþjóðar með fjandsamlegum ummælum um íslam.

Áðurnefndur Ulf Hansen, sem er vinur Jimmie Åkesson, hefur tengsl við mótórhjólaklíkuna Hells Angels sem sökuð hefur verið um margvíslega glæpi. Åkesson hafði áður mælst til þess að allir kjörnir fulltrúar Svíþjóðardemókrata myndu halda sig frá þess konar félagsskap. Ulf Hansen hefur hins vegar hafnað því að gera það og ætlar sér ekki að slíta alfarið tengslin við Hells Angels.

Jimmie Åkesson hefur ekki svarað beiðni Expressen um viðtal en blaðafulltúi flokksins hefur gert lítið úr gagnrýninni.

Ulf Hansen er meðlimur í hljómsveitinni Ultima Thule en öll sveitin var viðstödd partýið. Sveitin segir á Facebook-síðu sinni að Annika Strandhäll sé húmorslaus og að hún virðist halda að gleði og félagsskapur góðra vina sé eitthvað sem leiðtogi Sviþjóðardemókrata hafi ekki rétt á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú