fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Einhverf stúlka sögð hafa verið handtekin fyrir að líkja lögreglukonu við lesbíska ömmu sína

Pressan
Föstudaginn 11. ágúst 2023 17:30

Lögreglubíll Í Leeds. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn mánudag var 16 ára einhverf stúlka handtekin í borginni Leeds í Bretlandi eftir að hafa sagt við lögreglukonu að hún liti út eins og lesbísk amma stúlkunnar.

Móðir stúlkunnar hefur lagt fram formlega kvörtun vegna vinnubragða lögreglu í málinu. Hún segir þessi orð stúlkunnar ástæðu handtökunnar.

Hún birti myndband af handtökunni á Tik-Tok en þar má sjá alls 7 lögregluþjóna handtaka stúlkuna fyrir utan heimili fjölskyldunnar. Var lögreglan að fylgja stúlkunni heim eftir að fjölskyldumeðlimur hafði tilkynnt að hún væri ölvuð í miðborg Leeds og væri sjálfri sér hættuleg.

Móðirin segir í texta við myndbandið að svona fari lögreglan með einhverf börn. Hún segir að stúlkan hafi sagt við kvenkyns lögregluþjóninn að hún væri lík ömmu stúlkunnar, sem vilji svo til að sé samkynhneigð. Lögreglukonan hafi sagt að ummælin fælu í sér níð í garð samkynhneigðra en móðirin segir að svo hafi alls ekki verið.

Hún segir stúlkuna hafa fengið heiftarlegt kvíðakast við það að lögregluþjónarnir hefðu snert hana með ofsafengnum hætti.

Talsmaður lögreglunnar sagði stúlkuna hafa verið handtekna grunaða um níð í garð samkynhneigðra á almannafæri.  Hann bað fólk jafnframt um að draga ekki ályktanir eingöngu út frá myndbandinu sem móðir hennar birti.

Í myndbandinu sést að stúlkan situr í horni við skáp á heimili fjölskyldunnar. Kvenkyns lögregluþjónninn segir við móðurina að stúlkan verði handtekin en móðirin mótmælti því og sagði stúlkuna hafa látið þessi orð falla inni á sínu eigin heimili. Móðirin lagði áherslu á að stúlkan væri einhverf en lögreglukonan sagði að henni væri alveg sama. Karlkyns lögregluþjónn segir þá að stúlkan hafi viðhaft níð í garð samkynhneigðra og beint því að starfssystur hans.

Móðirin mótmælti þeim orðum, stúlkan hefði ekki verið með neitt níð, amma hennar væri sannarlega samkynhneigð. Þá bættust fleiri lögregluþjónar í hópinn og stúlkan var borin öskrandi út.

Kvörtun móðurinnar og atvikið sjálft eru til rannsóknar. Stúlkan var yfirheyrð eftir handtökuna, í fylgd með fullorðinni manneskju. Hún var í kjölfarið látin laus gegn tryggingu.

Talsmaður lögreglunnar sagði að hún tæki ábyrgð sína gagnvart ungu fólki og fólki með hvers kyns raskanir alvarlega. Lögregluþjónar ættu þó ekki að þurfa að þola svívirðingar í sínum störfum.

Það var Mirror sem greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?