fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Minkar ollu stórtjóni

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisútvarpið ræddi í dag við mann að nafni Åge Frisak en minkar hafa í síauknum mæli angrað hann og fjölskyldu hans.

Þetta náði nýjum hæðum síðastliðinn vetur þegar minkar ollu tjóni á sumarbústað fjölskyldunnar og varð kostnaðurinn 100.000 norskar krónur (tæplega 1,2 milljónir íslenskra króna).

Sumarbústaðurinn stendur við Åbyfjörð í syðsta hluta Noregs og hefur verið athvarf fjölskyldunnar síðan á sjöunda áratug síðustu aldar.

Aminn af minkunum á svæðinu hefur aukist með árunum. Frisak segir þá hafa verið fastagesti síðustu 40 ár rúmlega.

Hann segir þá komast undir bústaðinn og skilja þar eftir leifar af fiski sem þeir hafa veitt og svo auðvitað saur.

Þegar stórtjónið varð í vetur hafi það komið þannig til að minkarnir náðu að grafa sig í gegnum malbiks plötur sem voru undir baðherbbergisgólfinu. Þeir bjuggu því næst um sig í einangruninni á baðherberginu og í rauninni eyðilögðu hana. Endanleg niðurstaða af þessu brölti minkanna var því stórtjón.

Það þurfti að skipta um gólf og veggi á öllu baðherberginu og eins og áður segir var reikningurinn fyrir þær framkvæmdir 100.000 norskar krónur.

Eini hluti baðherbergisins sem slapp var loftið en allt annað þurfti að rífa út sem er heilmikið mál enda eru vatnsleiðslur, rafmagn og skólp tengt þar inn.

Frisak segir að tryggingafélagið sem bústaðurinn var tryggður hjá greiði aðeins fyrir viðgerðir á gólfinu.

Minkar hafa unnið tjón á fleiri sumarbústöðum sem standa við sjóinn eins og bústaður Frisak og fjölskyldu. Tjónin eru yfirleitt nokkuð svipuð. Minkarnir skemma einangrunina með þvagi, fæðuleifum og saur.

Tjónin hafa verið mismikil en það eru önnur dæmi um jafn mikið tjón og varð í bústað Frisak og fjölskyldu.

Minkar eru plága í Noregi

Minkar eru orðnir að útbreiddu vandamáli í Noregi og í sumum sveitarfélögum er hægt að fá greitt fyrir að drepa minka.

Þeir eru í raun aðskotadýr í norskri náttúru en minkar voru fluttir til Noregs þegar loðdýrarækt hófst í landinu í byrjun síðustu aldar. Hluti þeirra náði að sleppa með þeim afleiðingum að þeir fjölguðu sér svo mikið að þá er að finna út um allt land.

Minnt er á í umfjöllun NRK að minkar séu rándýr og hiki t.d. ekki við ráðast á hreiður fugla og éta bæði egg og unga.

Árið 2013 var farið í sérstakt landsátak til að fækka minkum í Noregi. Veiðimenn með hunda reyndu að ná eins mörgum og þeir gátu.

Á sumum svæðum hefur minkum fækkað svo mikið að farið er að fjölga meðal fuglategunda sem voru algengt skotmark þeirra.

Það þýðir þó ekki að slaka á við veiðarnar því minkarnir væru þá fljótir að fjölga sér aftur.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga