fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Karl konungur fær góða launahækkun

Pressan
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 08:00

Karl konungur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og framfærslukostnaður Breta hækkar og hækkar fær Karl konungur góða launahækkun eða 45%. Þetta þýðir að árlegt framlag ríkissjóðs til hans verður sem nemur um 20 milljörðum íslenskra króna.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að fjármálaráðuneytið hafi birt áætlun sem feli í sér að frá 2025 fái hirðin 45% hærri fjárframlög en nú. Þetta kallast „royal family´s grant“.

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna þá búa 17% Breta í fátækt og hefur þeim fjölgað um 4 prósentustig frá því að miklar verðhækkanir byrjuðu að skella á 2021.

Því finnst mörgum það eflaust skjóta skökku við að hirðin fái ríflega launahækkun á meðan margir hafa varla efni á mat vegna mikilla verðhækkana, himinhárra verðbólgu og eftir því sem breskir fjölmiðlar segja, kreppu sem herjar á landið.

Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt að skorið yrði hraustlega niður í fjárútlátum til konungsfjölskyldunnar og að það myndi koma almenning til góða. The Guardian segir að það sé því óljóst af hverju Karl konungur fái nú ansi ríflega launahækkun.

Talsmaður hirðarinnar sagði að fjárframlag ríkisins til hirðarinnar hafi verið nánast óbreytt árum saman í pundum talið og hafi því í raun lækkað vegna verðhækkana í landinu. Hann sagði einnig að launahækkunin gildi aðeins frá 2025 til 2027 og nota eigi hana til að fjármagna viðgerðir á Buckingham Palace.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Í gær

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar
Pressan
Fyrir 2 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að keyra á meginlandinu í sumar? Þá skaltu hafa þetta í huga

Ætlar þú að keyra á meginlandinu í sumar? Þá skaltu hafa þetta í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur

Ósáttir við borðspil – Vanvirðing við okkur