fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Harmleikur á skotsvæði – Maður á níræðisaldri skaut eiginkonu sína til bana í afbrýðiskasti

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail  greinir frá því að 84 ára gamall maður, Robert Jobson, hafi síðastliðinn föstudag skotið eiginkonu sína, hina 69 ára gömlu Rose Jobson, til bana. Robert hafði nýlega flutt út af heimili hjónanna og í kjölfarið komist að því að Rose átti í ástarsambandi við einn besta vin hans, Pete Hrynyk.

Robert framdi ódæðið á heimilinu sem er staðsett við skotæfingasvæði í þorpinu Thornton Curtis í Lincolnshire í miðhluta Englands. Hjónin höfðu rekið skotæfingasvæðið í sameiningu í meira en þrjá áratugi. Eftir að hann skaut Rose til bana beindi Robert byssunni að sjálfum sér og tók eigið líf.

Svæðið nýttu hjónin einkum til að kenna fólki að skjóta af byssum.

Daily Mail segir Rose Jobson hafa átt tvö uppkomin börn en ekki er tekið fram hvort hún eignaðist þau með Robert. Hjónin kynntust Pete Hrynyk fyrir um 35 árum þegar hann kom í kennslu á skotæfingasvæðinu.

Robert flutti út af heimili hjónanna í byrjun sumars og kom sér fyrir í öðru þorpi í nágrenninu, East Halton. Hann sagði einum vina sinna að Hrynyk hefði stungið sig í bakið. Sá vinur, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði Daily Mail að Robert hefði tekið sviptingunum sérstaklega illa í ljósi þess hversu nánir vinir hann og Hrynyk voru.

Vinurinn vill meina að Pete Hrynyk og Rose hafi fyrst orðið verulega náin eftir að hjónaband hennar og Robert var komið í öngstræti. Sambandið hafi verið glænýtt og hann var ekki viss um hversu formlegt það var en Robert hafi orðið afskaplega afbrýðissamur og tekið því mjög illa. Þessi ónefndi maður segir að hjónabönd deyi og fólk haldi lífinu samt áfram. Pete og Rose hafi virst hamingjusöm og það sé engin afsökun til staðar fyrir gjörðum Robert.

Pete Hrynyk, sem hefur kvænst þrisvar sinnum, vildi ekki tjá sig um málið.

Rannsakað verður sérstaklega hvernig Robert Jobson komst yfir byssu en að sögn nágranna hjónanna hafði lögreglan tekið allar byssur af honum eftir að hann hafði sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Rose og bannað honum að koma á heimilið.

Að sögn heimildarmanns Daily Mail átti Robert sér sögu um heimilisofbeldi og lögreglan þekkti vel til hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn