fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fundu dularfullan minningarkrans um Madeleine McCann og rann kalt vatn milli skinns og hörunds

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 10:55

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie. Henni var rænt þetta sama kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varð dularfullur minningarkrans um Madeleine McCann sem birtist skömmu eftir hvarf hennar fyrir 16 árum til þess umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á dögunum?

Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga hafa staðið yfir umfangsmiklar aðgerðir í Portúgal þar sem leitað hefur verið að líkamsleifum Madeleine McCann, bresku stúlkunnar sem hvarf sporlaust frá sumarleyfisdvalarstaðnum Praia da Luz þann 3. maí 2007.

Leitin, sem var framkvæmd af frumkvæði þýsku lögreglunnar, stóð yfir í þrjá daga og beindist að beindist sérstaklega að svæðinu í kringum að manngerðri stíflu nærri bænum Silves, sem er skammt frá Praia da Luz þar sem stúlkan hvarf á sínum tíma. Aðgerðin tók alls þrjá daga og fundust „haldbærar vísbendingar“ sem skipt gætu máli varðandi framhald leitarinnar. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna.

Sjá einnig: Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine

Birtist sjö mánuðum eftir hvarf stúlkunnar

En af hverju fór leitin fram? Daily Mail veltir því upp hvort að áðurnefndur minningarkrans, sem vakti forvitni og í raun óhug hjónanna sem römbuðu á hann, hafi styrkt þýsku lögreglunna í trúnni um að þetta svæði þyrfti að skoða nánar.

Umrædd bresk hjón, sem komu fram undir dulnefnunum Ralf og Ann, eiga sumarhús nærri Praia da Luz og hafa reglulega heimsótt vatnið sem varð til vegna stíflunnar enda fallegt og rólegt svæði.

Sjö mánuðum eftir að Madeleine McCann hvarf, um jólin 2003, þá voru þau á svæðinu en fundu á dullarfullan minningarkrans um Madeleine á steinaþyrpingu úti í vatninu. Um var að ræða blómvönd með stórum stein ofan á auk myndar af stúlkunni. Það var eitthvað við minningarkransinn sem varð til þess að Ralf og Ann rann kalt vatn milli skinns og hörunds og því tóku þau nokkrar myndir af kransinum og sendu portúgölsku lögreglunni. En aldrei barst neitt svar.

Tveimur dögum síðar vitjuðu þau aftur staðarins en þá var minningarkransinn undarlegi horfinn.

Hringdu nokkrum klukkustundum síðar

Árið 2020 fóru böndin að beinast að þýska barnaníðingnum Christian Brückner sem búsettur var á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Þýska lögreglan auglýsti  eftir fólki sem gæti búið yfir einhverjum nýjum upplýsingum og þessar auglýsingar sáu Ralf og Ann. Þau grófu upp myndirnar og sendu á þýsku lögregluna. Nokkrum klukkustundum síðar var hringt í þau.

Hjónin segja í samtali við Daily Mail að áhugi þýsku lögreglumannanna hafi verið mikill og þau hafi verið spurð spjörunum úr varðandi minningarkransinn. Svo fór að Ann fór til Þýskalands, því Ralf átti ekki heimangengt, og gaf formlega skýrslu vegna málsins.

Steinaþyrpingin vísaði á aðalleitarstaðinn

Ralf og Ann segja að þau hafi fengið gæsahúð þegar þau heyrðu af aðgerðum lögreglunnar á svæðinu. Steinaþyrpingin sem minningarkransinn dularfulli var á vísar á tjaldsvæði þar sem uppgröftur lögreglu fór aðallega fram.

Leitin lögreglunnar fór fram á svæði sem steinaþyrpingin vísaði á

Þau velti því nú fyrir sér hvort að sá sem rændi og drap Madeleine McCann hafi sjö mánuðum eftir ódæðið komið að þessum afvikna stað í vatninu, þar sem morðinginn hafi losað sig við líkið, og komið minningarkransinum fyrir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum