fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Telur að borgarastyrjöld gæti brotist út í Rússlandi og að Pútín verði drepinn

Pressan
Sunnudaginn 30. apríl 2023 17:23

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstyrjöld gæti brotist út í Rússlandi þar sem kjarnorkuvopnum yrði hótað og mögulega beitt, landið gæti brotnað upp í minni ríki og Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, yrði drepinn. Þetta er spádómur sem  Paul A. Goble, fyrrum sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá CIA, varpaði fram í umfjöllun The Sun í dag.

Rúmir fjórtán mánuðir eru liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Pútín bjóst við skjótum sigri en raunin hefur orðið önnur og hetjuleg barátta Úkraínumanna hefur gert það að verkum að stríðið er orðið hin mesta sneypuför fyrir Rússlandsforseta. Næstum 200 þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hafa fallið í valinn og andvirði þess búnaðar sem hefur tapast hleypur á hundruðum milljarða. Hátt hlutall fulltrúa smærri þjóðarbrota meðal hinna föllnu í Úkraínu sé byrjað að skapa megna óánægju innan Rússlands og  telja margir að Pútín muni ekki haldast í valdastóli lengi.

Stríðsherrar taki stjórnina

Í þeim hópi er Paul A. Goble, fyrrum sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá CIA. Hann telur að Rússland gæti brotnað upp í smærri ríki á næstunni og að sú atburðarás verði blóðug. Það sem hann óttast mest er að mörg þessara ríkja muni komast yfir kjarnorkuvopn sem gæti skapað stórhættulegt ástand.

Þá segir hann að sá sem munu bera ábyrgð á falli Rússland verði Vladimir Pútín. Hann hafi stjórnað landinu með þeim hætti að það sé orðið afar óstöðugt og lítið þurfi til svo að allt hrynji til grunna.

Telur Goble að ýmsir stríðsherrar muni taka stjórnina í hinum ýmsu landshlutum og að mikill glundroði muni eiga sér stað þar til jafnvægi kemst á.„Rússland er ótrúlega flókið og margbrotið land og ég býst við því að fall þess muni endurspegla það,“ segir Goble.

Hann segir ómögulegt að segja til um upp í hversu mörg ríki Rússland gæti brotnað, þau gætu verið örfá og allt upp í hundrað.

Á meðfylgjandi korti má sjá eina spá um þau ríki sem Rússland gæti brotnað upp í Mynd/Sun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið