fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Reiði eftir að tíma­rit birti „við­tal“ gervi­greindar­for­rits við Michael Schumacher

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur þýska ökuþórsins Michaels Schumacher og fleiri til eru sárir og reiðir yfir forsíðu þýska blaðsins Die Aktuelle.

Á forsíðunni var látið að því liggja að blaðið hefði náð viðtali við Schumacher sem slasaðist lífshættulega í skíðaslysi árið 2013.

Síðar kom í ljós að ekki var um að ræða viðtal blaðamanns við Schumacher heldur tilbúið viðtal sem gervigreindarforrit setti saman.

Schumacher var haldið sofandi lengi eftir slysið og hafa aðstandendur hans reynt hvað þeir geta að halda honum frá sviðsljósinu eftir slysið.

Hefur því lítið spurst út um heilsu þessa margfalda heimsmeistara í Formúlu 1-kappakstrinum frá hinu örlagaríka slysi.

Á forsíðu tímaritsins birtist gömul mynd af brosandi Schumacher undir fyrirsögninni: „Fyrsta viðtalið!“

Í sjálfu „viðtalinu“ var svo haft eftir Schumacher að líf hans hefði breyst mikið eftir slysið og undanfarin ár hafi verið erfið eiginkonu hans og börn. „Ég hef gengið í gegnum erfiða tíma en fyrir tilstilli heilbrigðisstarfsfólks er ég kominn aftur í faðm fjölskyldu minnar,“ var haft eftir honum.

Í lok greinarinnar er tekið fram að „viðtalið“ hafi verið tilbúningur gervigreindarforritsins Character.ai og fulltrúar tímaritsins hefðu ekki talað við Schumacher eða einhvern úr fjölskyldu hans.

Boris Rosenkranz, ritstjóri Übermedien, gerði málið að umtalsefni í pistli á vef sínum og sagði að ákvörðun stjórnenda Die Aktuelle væri of „heimskuleg til að vera sönn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi