fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Miðill fann líkið af bresku móðurinni sem hvarf

Pressan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 19:00

Nicola Bulley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Lancashire-sýslu hefur staðfest að lík sem fannst í ánni Wyre í gær er af Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust við árbakkann þann 27. síðastliðinn þegar hún var í göngutúr með hundinn sinn.

Hvarf Bulley hefur heltekið bresku þjóðina undanfarnar vikur en þrátt fyrir umfangsmiklar leitir lögreglu, annarra viðbragðsaðila og jafnvel einkafyrirtækja, fannst hvorki tangur né tetur sem varpað gat ljósi á hvarfið.

Miður sín vegna bresku pressunnar

Það breyttist í gær þegar að tveir einstaklingar komu auga á lík við árbakkann og gerðu yfirvöldum viðvart. Fjölskylda Bulley var þegar tilkynnt um fundin og síðan var hafist handa við að staðfestað sannarlega væri um líkamsleifar Bulley að ræða.

Það tók rúman sólarhring en fyrir stundu sendi lögregla frá sér yfirlýsingu það sem staðfest var að Bulley væri sannarlega fundin.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Bulley kemur fram að ástvinir hennar séu miður sín eftir tíðindin. „Okkar versti ótti hefur verið staðfestur. Við eigum erfitt með að meðtaka hvað Nicola gekk í gegnum síðustu stundir sínar og við munum aldrei komast yfir það,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Þá fordæmir fjölskyldan hegðun bresku pressunnar í málinu en fréttaflutningur af því var gríðarlegur og áreitið á ástvini mikið. Þar á meðal voru fréttir þar sem ýjað var að því að barnsfaðir Bulley, Paul Ansell væri með óhreint mjöl í pokahorninu.

Notaði skyggnigáfuna til að finna Bulley

Eins og áður segir voru það tveir einstaklingar sem að tilkynntu lögreglu um líkið í ánni. Annar þeirra hefur nú stigið fram með yfirlýsingu en sá heitir Jason Rothwell, er 33 ára gamall og starfar sem miðill. Í yfirlýsingu sinni til breskra miðla segist hann sjálfur hafa ákveðið að nýta hæfileika sína til að leita að Bulley enda áður komið að því að aðstoða við mannshvörf.

Jason Rothwell, miðill

Rothwell sagðist ekki vilja tjá sig með ítarlegri hætti um málið að svo stöddu en að hugur hans væri hjá ástvinum hinna látnu. Þá þakkaði hann lögreglu fyrir að koma fram við sig af virðingu og umburðarlyndi.

Kennir lögreglu um að líkið hafi ekki fundist fyrr

Undanfarna daga hafa ásakanir gengið í allar áttir um hversu illa hefur gengið að finna Bulley og rannsaka málið. Peter Faulding, sem rekur sérstakt fyrirtæki sem sérhæfir sig í leitum í vatni, hefur kennt lögreglunni um að lík Bulley hafi ekki fundist fyrr.

Faulding var kokhraustur þegar að fyrirtæki hans hóf aðkomu sína að leitinni og sagði öruggt að ef Bulley hefði fallið í ánna myndi teymi hans hafa upp á henni enda með rándýr tæki til brúks. Faulding og félagar þurftu þó að gefast upp á leitinni og í breskum miðlum í dag hefur hann kennt lögreglu um og sagt að yfirvöld hafi ekki óskað eftir að leita yrði á svæðinu þar sem líkið fannst.

Peter Faulding

Fordæma að greint hafi verið frá viðkvæmum upplýsingum

Þá hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd fyrir að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um Bulley á blaðamannafundi í síðustu. Þar kom fram að hún glímt við áfengisvandamál um skeið og væri auk þess komin með snemmbúin tíðahvörf.

Hefur almenningur og ýmsir stjórnmálamenn keppst við að fordæma lögregluna fyrir þessa upplýsingagjöf. Kallað hefur verið eftir óháðri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi