fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Kona kveikti í mynd af látinni ömmu fyrrverandi kærasta

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. desember 2023 15:30

Mynd: Wikimedia. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm barna bresk móðir mun sleppa við fangelsisdóm eftir að hún birti myndband, fyrir rúmu ári, af sjálfri sér á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti hana kveikja í mynd af látinni ömmu fyrrverandi kærasta síns. Kærastinn sem er faðir fjögurra af börnunum fimm hafði bundið enda á samband þeirra skömmu fyrir síðustu jól og hefur tekið saman við yngri konu.

Konan er 33 ára gömul og birti myndbandið eftir að kærasti hennar, til 13 ára, og barnsfaðir yfirgaf hana og hóf samband við 22 ára gamla konu.

Konan heitir Kerrie Middlehurst en kærastinn fyrrverandi heitir Carl Bellis og er einu ári yngri en hún.

Síðasta jóladag hringdi Middlehurst í Bellis og sagðist ætla að leggja bílinn hans og hús í rúst og hann væri þar að auki  slæmur faðir.

Hún sendi einnig nýju kærustunni hans Bellis hótanir í hljóðskilaboðum og gekk svo langt að hóta henni lífláti en eftir það var hún handtekin.

Fyrr í þessari viku játaði Middlehurst fyrir dómi að hafa sent hótanir, móðgandi skilaboð og að hafa gerst sek um áreitni.

Hún var úrskurðuð í þriggja ára nálgunarbann gagnvart Bellis og núverandi kærustu hans. Middlehurst má aðeins hafa samband við Bellis vegna barna þeirra en öll slík samskipti verða að fara fram fyrir milligöngu þriðja aðila.

Saksóknari sagði að sambandi Bellis og Middlehurst hefði lokið í desember 2022 en samband hans og nýju kærustunnar hefði hafist í febrúar 2023.

Middlehurst birti myndbandið í athugasemd við færslu sem Bellis skrifaði á Facebook um ömmu sína og börnin sín. Í kjölfarið hafi síðan fylgt hótanirnar í garð hans og núverandi kærustu.

Middlehurst viðurkenndi strax við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa hótað kærustu síns fyrrverandi en réttlæti það með því að hún hefði hótað sér fyrst. Saksóknari segir að engar sannanir hafi fundist sem staðfesti þessar fullyrðingar.

Hún var á sakaskrá áður en málið kom upp meðal annars fyrir áreitni og óspektir á almannafæri.

Æskan skýri ofsann

Lögmaður Middlehurst segir að erfið æska hafi litað allt líf hennar. Hún sé haldin djúpstæðri höfnunartilfinningu og eigi erfitt með að komast yfir eiginn tilfinningalega sársauka. Vegna vandamála frá því í æsku bregðist hún við með jafn miklum ofsa og hún sýndi þegar Ellis batt enda á samband þeirra. Hún hafi nú sætt sig við að sambandið sé búið og sjái mjög eftir gjörðum sínum.

Bellis segir að Middlehurst hafi komið hræðilega fram við sig og börnin þeirra. Hegðun hennar hafi haft gríðarleg áhrif á andlega heilsu hans. Hann segist haldinn kvíða og þunglyndi og hafi lengi vel, eftir að þetta allt byrjaði, átt erfitt með svefn og að hann hafi óttast að Middlehurst myndi birtast heima hjá honum eða halda áfram að hóta honum. Hann segist ekki skilja af hverju hún hegði sér svona þegar börn séu í spilinu.

Hann segist hafa glatað lífsgleðinni og öllu félagslífi en vonist til að fá það allt til baka.

Dómarinn í málinu sagðist hafa séð myndbandið og telji hegðun Middlehurst skelfilega. Hann sagðist hafa lesið gögn málsins og það sem þar hefði komið fram um bakgrunn Middlehurst. Það sé skiljanlegt að erfitt sé að glíma við afleiðingar erfiðrar æsku en hún þurfi að leita sér hjálpar og þá ekki síst barna sinna vegna.

Dailymail greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“