fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Börn þróa líka með sér áverkaheilabilun: „Hann varð óþekkjanlegur“

Pressan
Mánudaginn 4. desember 2023 22:00

Bramwell var aðeins átján ára þegar hann svipti sig lífi. Hann spilaði amerískan fótbolta og varð fyrir slæmum höfuðhöggum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna við Boston University í Bandaríkjunum geta börn einnig þróað með sér svokallaða áverkaheilabilun (CTE).

Talsvert hefur verið fjallað um CTE á meðal afreksmanna í íþróttum og á þetta einkum við um íþróttamenn sem stunda til dæmis box, ruðning eða jafnvel knattspyrnu þar sem höfuðið getur verið berskjaldað fyrir höggum. Eru dæmi þess að íþróttamenn verði fyrir heilabilun langt fyrir aldur fram og er tíðni heilabilunar hjá þeim meiri en meðal almennings.

Létust fyrir þrítugt

Rannsóknin sem vísindamenn við Boston University gerðu náði til rúmlega 150 einstaklinga sem allir létust fyrir þrítugt og stunduðu íþróttir þar sem höfuðhögg eru algeng. Leiddi rannsóknin í ljós að rúmlega 40% þátttakenda voru með CTE þegar þeir létust.

New York Times ræddi við fjölskyldur fjögurra þessara drengja en allir létust þeir af völdum sjálfsvígs á unglingsárum sínum eða rétt eftir tvítugt og spiluðu amerískan fótbolta á sínum yngri árum.

Drengirnir sem fjallað er um í umfjöllun New York Times hétu Wyatt Bramwell, Meiko Locksley, Hunter Foraker og Josh og George Atkinson III sem voru tvíburar. Hjá þeim öllum fundust vísbendingar um snemmbúna áverkaheilabilun og lýsa aðstandendur þeirra ákveðnum hegðunarbreytingum sem þeir urðu varir við.

Áttuðu sig of seint

Bent er á að einungis sé hægt að greina áverkaheilabilun eftir andlát en einkennin eru oft á tíðum greinileg.

„Hann varð óþekkjanlegur,“ segir faðir Wyatt Bramwell í samtali við Times. „Og því miður þá áttuðum við okkur ekki á því hvað gæti verið að fyrr en það var of seint.“

Bramwell var aðeins 18 ára gamall þegar hann lést. Áður en hann svipti sig lífi tók hann upp myndband af sér þar sem hann lýsti því að hann hefði oft orðið fyrir þungum höfuðhöggum og undir það síðasta hafi hann verið farinn að sjá ofsjónir og djöfulinn sjálfan.

Endaði hann myndbandið á að beina þeim tilmælum til foreldra sinna að láta vísindamenn hafa heilann til rannsóknar eftir andlát sitt.

Einkenni áverkaheilabilunar geta verið margvísleg en oftar en ekki er um að ræða sjálfsvígshugsanir, skert dómgreind, hvatvís hegðun, árásargirni og þunglyndi.

Hægt er að sjá umfjöllun New York Times hér og myndbandið sem Bramwell tók upp áður en hann lést.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?