fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Háskólarektor rekinn fyrir að vera grænkeraklámstjarna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 28. desember 2023 12:30

Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rektor útibús Wisconsin-háskóla í La Grosse, í Bandaríkjunum, hefur verið sagt upp störfum fyrir að lifa tvöföldu lífi sem klámstjarna með eiginkonu sinni en hann ætlar ekki að taka brottrekstrinum þegjandi og hljóðalaust.

Daily Beast greinir frá þessu.

Rektorinn heitir Joe Gow og eiginkonan Carmen Wilson. Þau taka kynferðislegar athafnir sínar upp og birta þær á vefsvæðunum Onlyfans og Loyalfans en eru dugleg að auglýsa framleiðsluna á samfélagsmiðlinum X.

Þau hafa skrifað tvær bækur, undir dulnefnum, um þessa aukavinnu sína og þau halda líka úti Youtube-síðu þar sem þau elda grænkeramáltíðir með öðrum þekktum klámstjörnum en þar nota hjónin sín raunverulegu nöfn.

Fulltrúar háskólayfirvalda hafa sagt hegðun Gow viðbjóðslega.

Hann var við það að hljóta fastráðningu sem einn af kennurum skólans áður en honum var sagt upp.

Gow hefur tjáð fjölmiðlum að aukavinnan hans njóti verndar tjáningarfrelsisákvæðis bandarísku stjórnarskrárinnar. Aukavinnan hafi ekki haft nein áhrif á starf hans fyrir háskólann.

Forseti Wisconsin-háskóla segir Gow hafa skaðað orðstír skólans. Hann segir að Gow sé fastráðinn og því sé erfitt að segja honum endanlega upp. Gow hafi verið sendur í launað leyfi en ætlunin sé að segja honum alfarið upp og lögfræðistofa hafi verið fengin til að rannsaka málið.

Gow, sem er 63 ára gamall, hefur gegnt starfinu síðan 2007 og hefur áður lent í vanda sem tengist klámiðnaðinum. Árið 2018 var honum neitað um launahækkun eftir að hann greiddi klámmyndaleikkonu fyrir að halda fyrirlestur á háskólasvæðinu.

Í annarri af bókunum sem Gow og Wilson skrifuðu, undir dulnefni, um klámefnið sem þau framleiða segja þau meðal annars að þeim finnist kynlíf sitt vera fallegt og þeim finnist það ekkert óþægilegt að annað fólk horfi á þau stunda það. Þau sögðust hins vegar vera viss um að þau yrðu smánuð og hunsuð í samfélagi þeirra ef þetta spyrðist út og ekki er annað hægt að segja en að það hafi verið hárrétt hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn