fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Varð fyrir innheimtuaðgerðum eftir að hafa verið sögð búa á brú

Pressan
Miðvikudaginn 27. desember 2023 14:30

Golden Gate brúin. Radomianin / Wikimedia Commons / CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur sem býr í San Francisco í Bandaríkjunum varð fyrir því að reikningur vegna útkalls sjúkrabíls fór í innheimtu eftir að hún greiddi hann ekki. Reyndist reikningurinn hafa verið sendur á Golden Gate brúnna, þekktasta kennileiti borgarinnar, en vart þarf að taka fram að konan býr ekki á brúnni.

Þetta kemur fram í umfjöllun San Francisco Chronicle.

Konan heitir Kathryn Hall og í lok árs 2021 og í byrjun ársins 2022 bárust henni innheimtuviðvaranir vegna ógreidds reiknings sem tilkominn var vegna þess að 2018 hafði hún lent í hljólreiðaslysi á Golden Gate brúnni og sjúkrabíll var kallaður til. Reikningurinn var sagður hljóða upp á 2.200 dollara(tæplega 300.000 íslenskar krónur).

Hall kannaðist ekki við að hafa fengið slíkan reikning. Hún er vel tryggð og gerði einfaldlega ráð fyrir að sjúkratrygging hennar myndi dekka sjúkrabílaferðina. Svo vill til að Hall starfar í sjúkratryggingageiranum. Reikningurinn var frá slökkviliði San Francisco en tæplega 6 og hálfur kílómetri er frá slysstaðnum á spítalann sem hún var flutt á.

Eftir að innheimtuviðvaranirnar bárust greiddi Hall reikninginn, með nokkrum trega þó, í lok janúar 2022. Að því loknu hafði hún samband við gjaldheimtu San Francisco borgar og bað um að fá eintak af upprunalega reikningnum svo hún gæti fengið hann endurgreiddan.

Það tók nokkra mánuði að fá óskina uppfyllta en þegar reikningurinn barst sá Hall strax af hverju hún fékk hann aldrei. Reikningurinn hafði verið sendur á heimilisfang á Golden Gate brúnni en eins og áður segir býr hún alls ekki á brúnni.

Hún bjóst við að það yrði einfalt eftir þetta að fá reikninginn endurgreiddan en tryggingafélag hennar vísar á borgina og fyrirtækið sem sendir út reikninga vegna sjúkrabílaútkalla sem vísa aftur á móti á tryggingafélagið. Trygging hennar hefði með réttu átt að greiða 90 prósent af reikningnum en þar sem aðeins er um eins árs frestur til að gera kröfu um endurgreiðslu situr Hall uppi með reikninginn sem sendur var á þetta kolvitlausa heimilsfang. Hún segir málið fáranlegt að öllu leyti.

Hall greiddi reikninginn með kreditkorti og það tók hana heilt ár að borga kreditkortareikninginn.

Hún hefur kannað allar mögulegar leiðir til að fá reikninginn endurgreiddan og minnt á að það sé ekki hennar sök að hann hafi verið sendur á vitlaust heimilisfang. Yfirvöld í Kaliforníu vísa kröfum hennar á bug og segja að 1 árs kröfufresturinn sé liðinn og ekkert verði gert í málinu.

Talsmaður rekstraraðila Golden gate brúarinnar segir að reikningurinn hafi aldrei borist þangað en heimilisfangið á reikningnum er ekki til.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga