fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Las dagbók móður sinnar og uppgötvaði 20 ára gamalt leyndarmál hennar

Pressan
Þriðjudaginn 26. desember 2023 19:00

Savanna og Dorothy Lee Barnett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt hófst þetta fyrir tuttugu árum þegar Dorothy Lee Barnet varð barnshafandi skömmu eftir að hún og Harris Todd gengu í hjónaband. Todd virtist ekki hafa neinn á huga á væntanlegu barni og bað Dorothy að fara í fóstureyðingu en því neitaði hún. Hann missti þá allan áhuga á henni.

Skömmu eftir fæðingu barnsins, dótturinnar Savanna, skildu Todd og Dorothy en Todd var henni mjög reiður og sótti því um að fá fullt forræði yfir þá 11 mánaða gamalli dóttur þeirra fyrir bandarískum dómstól. Þetta kemur fram í 48Hours. Hann sagði Dorothy vera geðveika og náði að sannfæra dómara um að svo væri þrátt fyrir að aðeins einn af þremur dómkvöddum geðlæknum segði að svo væri. Dorothy tapaði því málinu og gat ekki áfrýjað því þar sem dómarinn sagði hana ekki hafa skilað inn réttum gögnum.

Í örvæntingu sinni sá Dorothy aðeins eina leið út úr þessu öllu, að stinga af með Savanna. Þegar hún átti umgengni við dóttur sína tók hún hana með sér, bar hana út í bíl og ók að næstu bensínstöð þar sem hún litaði hár sitt til að ekki væri hægt að bera kennsl á hana. Því næst ók hún til flugvallar og steig upp í flugvél með Savanna og fór til Parísar.

Hún hafði undirbúið þetta vel og var með 10.000 dollara í reiðufé, falsað fæðingarvottorð og fölsuð vegabréf fyrir sig og dóttur sína.

Næstu tuttugu árin kallaði Dorothy sig Alex og Savanna var kölluð Samantha. Leið þeirra lá víða, meðal annars til Suður-Afríku þar sem Dorothy kynntist Juan Geldenhuys sem hún giftist og eignaðist son með. Hún trúði manni sínum fyrir stóra leyndarmálinu.

Eftir 13 ár í Suður-Afríku flutti fjölskyldan til Ástralíu. Þar skildu hjónin. Juan hafði kynnst nýrri konu og bjó með henni til dauðadags en krabbamein varð honum að bana. En netið var farið að þrengjast um Dorothy. Hún hafði sagt vinkonu sinni frá leyndarmáli sínu og hún hafði samband við Todd og sagði honum hvar Dorothy væri og hvaða nafn hún notaði. Þannig gat hann fundið hana.

Það kom því ekki alveg á óvart að 2013 bönkuðu lögreglumenn upp á hjá mæðgunum. Savanna var þá byrjuð í háskóla og var ekki heima en fékk símtal frá móður sinni sem sagði henni að hún hefði verið hantekin. Hún fékk bara að vita að móðir hennar hefði numið hana á brott. Nánari skýringar á því af hverju móðir hennar gerði það fann hún síðan í dagbók hennar. Dorothy hafði skrifað allt nákvæmlega niður þar ef til þess kæmi að hún myndi nást og Savanna þyrfti að komast að sannleikanum.

Þetta breytti lífi Savanna mikið. Hún varð að venja sig við að heita Savana Lee Barnett en ekki Samantha Geldenhuys. Móðir hennar var framseld til Bandaríkjanna þar sem hún átti 23 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir mannrán og skjalafals. Hún játaði sök og slapp vel, var dæmd í 21 mánaða fangelsi og losnaði úr því 2015.

Savanna hitti föður sinn en segir það ekki hafa verið góða upplifun. Þetta hafi verið vandræðaleg stund og þau hafi aðeins tekist í hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga