fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Sefur barnið þitt illa? Þetta er hugsanlega ástæðan

Pressan
Mánudaginn 25. desember 2023 20:15

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefnleysi er erfðafræðilegt og það kemur fram snemma á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var á 2.458 evrópskum börnum á 15 ára tímabili.

Rannsóknin var nýlega birt í vísindaritinu „Journal of Child Psychology and Psychiatry“ að sögn CNN sem hefur eftir Eus van Someren, einum aðalhöfundi hennar, að niðurstöðurnar muni væntanlega koma langflestum á óvart.

Hann sagði að við höfum tilhneigingu til að trúa að svefnleysi sé eitthvað sem fólk þróar með sér síðar á lífsleiðinni en rannsóknin sýni greinilega að fyrstu merkin um svefnleysi á fullorðinsárum séu til staðar þegar á barnsaldri.

Vísindamennirnir hófu rannsókn á börnunum strax á meðgöngu og tóku DNA-sýni úr naflastrengnum. Þegar börnin voru 16 mánaða, 3 ára, 6 ára og 10 til 15 ára voru viðtöl tekin við mæðurnar um svefnvenjur barnanna, hvort börnin ættu erfitt með að sofna, vöknuðu oft á nóttunni og hvort mæðrunum fyndist börnin sofa minna en jafnaldrar þeirra. Einnig var fylgst með svefni sumra barnanna með því að nota úr sem skrá svefn.

Upplýsingarnar frá mæðrunum voru bornar saman við DNA-sýnin og kom þá mynstur í ljós þar sem þau börn, sem mæðurnar sögðu sofa illa, voru með ákveðin gen. Niðurstöður svefnskráninganna með úrum sýndu einnig að börn, sem eru með ákveðin gen, sváfu þremur mínútum skemur á hverri nóttu og vöknuðu oftar.

Desana Kocevska, sem vinnur við rannsóknir á svefni á Háskólasjúkrahúsinu í Rotterdam og er einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, sagði að það sé ekki öll von úti fyrir þá foreldra sem eiga barn sem sefur illa. Hún segir að rannsóknin sýni að sérstaklega foreldrar, sem glíma við svefnvanda, eigi snemma að reyna að búa til góðan ramma fyrir börnin sín og svefn þeirra. Hún segir að til dæmis sé hægt að skipuleggja daginn eftir náttúrulegri dægursveiflu barnsins.

„Ef barnið þitt sofnar seint, þá skaltu ekki neyða það snemma í rúmið og ef það á erfitt með að vakna á morgnana, reyndu þá að mæta þörfum þess fyrir að sofa á þeim tíma,“ sagði hún og bætti við að hún viti að þetta geti verið erfitt fyrir marga, til dæmis vegna þess að skólakerfið sé hannað fyrir börn sem fara snemma á fætur. „Skólatíminn er rangur. Þetta er stórt vandamál sem við höfum bent á lengi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni