fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Þetta er maðurinn sem myrti 15 manns í Prag

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. desember 2023 20:30

Nemendur og starfsfólk Karlsháskóla leituðu skjóls hvar sem mögulegt var. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá voru að minnsta kosti 15 manns skotnir til bana í Karlsháskóla í Prag fyrr í dag. Maðurinn sem framdi þessa skotárás hét David Kozak. Hann var 24 ára gamall og nemandi við skólann. Lögreglan segir að hann hafi tekið eigið líf en sagðist áður hafa skotið hann til bana.

Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.

Þar kemur fram að Kozak hafi myrt föður sinn á heimili hans í bæ í nágrenni Prag áður en hann hélt til borgarinnar.

Hann kom sér fyrir á svölum byggingar sem hýsir hugvísindasvið skólans og skaut á fólk af handahófi.

Kozak er talin hafa haldið dagbók á rússnesku á samskiptamiðlinum Telegram en í dagbókina er hann sagður hafa skrifað:

„Ég vil fremja skotárás í skóla og mögulega sjálfsmorð.“

David Kozak

Þetta er versta fjöldaskotárás í sögu Tékklands en fram að þessu var sú versta framin 2015 þegar maður skaut 8 manns til bana á veitingastað. Talið er að skotárás sem fjórtán ára rússnesk stúlka framdi í skóla þar í landi í síðasta mánuði hafi veitt Kozak innblástur.

Karlsháskóli er í miðborg Prag og þar er mikið um ferðamenn sem flýðu ásamt nemendum og starfsfólki skólans í ofboði undan skothríðinni.

Það er ekki talið óhugsandi að erlendir ferðamenn séu meðal látinna eða særðra en unnið er að því að bera kennsl á hin látnu.

Árásin hófst klukkan þrjú í dag að staðartíma og stóð allt þar til Kozak var látinn klukkustund síðar.

Fjölmargar myndir og myndbönd hafa birst á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem sjá má fólk flýja eða reyna að fela sig. Meðal annars hljóp fólk yfir Karlsbrúnna, þekktasta kennileiti Prag.

Talið er víst að Kozak hafi verið einn að verki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði