fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Yfir 2000 dýrategundir eru skotmörk katta

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 17. desember 2023 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að heimiliskettir eru tilbúnir að éta mikinn fjölda dýrategunda þar á meðal eru tegundir sem eru í útrýmingarhættu.

Þetta kemur fram í umfjöllun tímarits Smithsonian-stofnunarinnar.

Vísindamenn hafa nú í fyrsta sinn sett saman lista yfir allar dýrategundir sem venjulegir heimiliskettir eru tilbúnir til að éta. Á listanum eru yfir 2000 dýrategundir. Það hefur lengi verið vitað að kettir sem njóta frelsis til að ráfa um utandyra geta haft áhrif á lífríkið með því að borða skordýr, skriðdýr og spendýr. Vísindamennirnir segja að kettir séu ekki matvandir og að þeir muni borða nánast allt og ekki síst allt sem þeir veiði.

Markmiðið með rannsókninni var að öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af köttum sérstaklega gagnvart dýrategundum í útrýmingarhættu.

Christopher Lepczyk sem fór fyrir hópnum segir að kettir séu vandamál sem hægt er að leysa.

Vísindamennirnir fóru í gegnum eldri rannsóknir, bækur og skýrslur þegar þeir settu saman listann en á honum má finna hverja einustu dýrategund sem hemildir eru um að kettir hafi étið. Á listanum er einnig að finna staðsetningar.

Á listanum er 2.084 dýrategundir. Þar af eru 981 fuglategund, 463 skriðdýrategundir, 431 spendýrategund, 119 skordýrategundir og 33 tegundir froskdýra. Þar að auki voru þar 33 tegundir úr öðrum flokkum. Þess ber að geta að mannfólk er á listanum. Manneskjan er ekki eina tegundin á listanum sem er of stór fyrir ketti til að veiða en þær tegundir eru dæmi um að kettir víla ekki fyrir sér að gæða sér á líkum eða dýrum í dauðateygjunum.

Vísindamennirnir segja listann ekki vera tæmandi þar sem það hafi ekki í öllum tilfellum tekist að greina þær tegundir sem kettir hafa étið. Það á sérstaklega við um skordýr.

Á listanum eru 347 dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu, nærri því að lenda í útrýmingarhættu eða útdauðar.

Kettir bera ekki einir ábyrgð á stöðu þessara tegunda og það var ekki hluti af rannsókninni að kanna nákvæmlega hlut katta í fækkun dýra sem tilheyra þessum tegundum. Það eru þó dæmi um að kettir hafi sést éta unga sem þýðir að þeir geti mögulega átt beinan þátt í fækkuninni. Þetta á t.d. við um grænar sæskjaldbökur.

Í rannsókninni var ekki heldur kannað hvernig hægt sé að vernda dýralíf fyrir lausagöngu katta.

Aðrir vísindamenn segja að þó niðurstöður rannsóknarinnar séu vissulega gagnlegar þá leiði þær umræðuna frá þeirri dýrategund sem skapi miklu meiri ógn við lífríkið en kettir, manneskjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist