fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Heimsótti Michael Schumacher fyrir skemmstu og hefur þetta að segja um heilsu hans

Pressan
Föstudaginn 15. desember 2023 13:05

Jean Todt heldur góðu sambandi við Schumacher og fjölskyldu hans. Hann var liðsstjóri Ferrari þegar Schumacher var á hátindi ferils síns. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Michael Schumachers hjá Formúlu 1 liði Ferrari, heimsótti kappann fyrir skemmstu á heimili hans í Sviss.

Todt og Schumacher voru nánir á sínum tíma enda naut Ferrari-liðið fádæma velgengi þegar Schumacher var á hátindi ferils síns.

Brátt verða liðin tíu ár frá alvarlegu skíðaslysi sem Schumacher lenti í þegar hann skall með höfuðið á grjóti. Honum var haldið sofandi í um sex mánuði eftir slysið.

Aðstandendur Þjóðverjans hafa haldið upplýsingum um heilsu hans frá kastljósi fjölmiðla og hafa til að mynda engar myndir birst af Schumacher eftir slysið fyrir áratug síðan.

Todt hefur haldið góðu sambandi við fjölskylduna og í samtali við franska blaðið L‘Equipe sagðist Todd hafa heimsótt Schumacher um daginn og lýsti hann heimsókninni svona.

„Michael er enn meðal okkar þannig að ég sakna hans ekki. En hann er ekki sá Michael sem hann var áður. Hann er öðruvísi og nýtur góðrar umönnunar eiginkonu sinnar og barna sem gæta hans vel. Líf hans er öðruvísi og ég nýt þeirra forrétinda að geta heimsótt hann endrum og eins. Það er allt sem ég hef að segja. Því miður þá gripu örlögin í taumana fyrir tíu árum. Hann er ekki sá Michael sem við þekktum í Formúlu 1.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin