fbpx
Mánudagur 05.ágúst 2024
Pressan

Óhófleg snjallsímanotkun breytir því hvernig heilinn okkar virkar

Pressan
Fimmtudaginn 14. desember 2023 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjallsímar gætu verið að breyta því hvernig heilinn í okkur starfar. Þetta var niðurstaða nýrrar rannsóknar, en niðurstöðurnar voru kynntar á dögunum í læknaritinu Psychiatry Research: Neuroimaging.

Óhófleg notkun á snjallsímum var í rannsókninni tengd við minni styrk í lykilkerfum heilans sem sjá um hugsanastjórn og stýrifærni.

Rannsóknin var gerð í tilefni af auknum áhyggjum af áhrifum snjallsíma á andlega heilsu og daglegt líf. Undanfarin ár hefur umræðan um ofnotkun snjalltækja orðið fyrirferðameiri og hafa nú þegar nokkrar rannsóknir bent til neikvæðra áhrifa snjalltækja á líkamlega, andlega og félagslega velferð. Rannsakendur freistuðu þess nú að kanna betur tengsl milli óhóflegrar notkunar snjallsíma á hugræna þætti svo sem athygli, ákvarðanatöku og minni.

Rannsakendur völdu 39 einstaklinga út frá aldri, tungumálakunnáttu og sjúkrasögu. Leitað var að þátttakendum sem höfðu ekki sögu um taugaþroskaraskanir eða andleg veikindi. Síðan var þátttakendum skipt í tvo hópa – annars vegar þá sem nota snjalltæki óhóflega, og hins vegar samanburðarhóp sem notar snjalltæki innan skynsamlegra marka. Hver þátttakandi gekkst undir ítarlegt mat, svo sem mat á snjalltækjafíkn sem og mat á andlegri heilsu.

Síðan var heili þeirra skoðaður í segulómun á meðan þau framkvæmdu tiltekin verkefni. Niðurstöður sýndu að hópurinn sem notaði snjalltæki óhóflega var með minni virkni í kerfi heilans sem er mikilvægt fyrir einbeitingu, athygli og stjórn á hvötum. Þessi niðurstaða rímar við niðurstöður úr öðrum fíknirannsóknum. Frekari rannsókna sé þörf, en hér séu vísbendingar um að símafíkn sé vissulega raunveruleg og hafi svipuð áhrif á heilavirkni og aðrir fíknivaldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bretland logar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf leigubílstjóra vekur óhug – Hafði fengið sex tíma túr

Hvarf leigubílstjóra vekur óhug – Hafði fengið sex tíma túr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð dóttur nágrannans að bana fyrir slysni

Varð dóttur nágrannans að bana fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin