fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Frambjóðendum bannað að bæta við nöfn sín til að ganga í augun á kjósendum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 13. desember 2023 21:30

San Francisco en maðurinn var hans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í San Francisco í Bandaríkjunum hefur skapast sú hefð að frambjóðendur til opinberra embætta í borginni hafa bætt, með markvissum hætti, kínverskum nöfnum með tiltekna merkingu við nöfn sín. Þetta hafa frambjóðendur gert jafnvel þótt þeir séu ekki af kínverskum uppruna. Eru þeir sagðir gera þetta til að ganga í augun á kjósendum sem eru af kínversku bergi brotnir. Yfirvöld í borginni hafa hins vegar ákveðið að taka fyrir þetta. Frambjóðendur verða að sanna að þeir hafi fengið kínverska nafnið við fæðingu eða borið það opinberlega í að minnsta kosti 2 ár.

Þetta kemur fram í umfjöllun Nowthisnews.

Fólk af kínverskum uppruna er 21,4 prósent af íbúum San Francisco. Síðustu 20 ár hafa nöfn frambjóðenda á kjörseðlum í borginni verið bæði á ensku og kínversku. Þar til nú máttu frambjóðendur sem tala ekki kínversku kalla sig hvaða kínverska nafni sem er. Það leiddi til þess að fjöldi frambjóðenda fór að kalla sig kínverskum nöfnum með ákveðinni merkingu til að tengjast einkum kjósendum sem tala bara kínversku en ekki ensku.

Til að mynda kallaði einn frambjóðandi sig Li Zheng Ping á mandarín-afbrigði kínversku. Þessi orð þýða réttlátur og sanngjarn. Annar frambjóðandi kallaði sig Xie An Yi á mandarín. Það þýðir öruggur og viðkunnanlegur. Hvorugur frambjóðendanna er af kínverskum ættum.

Þau sem gagnrýna þetta tiltæki hafa sagt um blekkingar og menningarnám að ræða. Yfirvöld í borginni segja nýja bannið ætlað til þess að koma í veg fyrir að nöfn og þýðingar á nöfnum verði misnotaðar.

Var ekki sátt við að hermt væri eftir nafninu hennar

Gagnrýnin braust fram af alvöru í október þegar frambjóðandi notaði kínverkst nafn sem viðkomandi fullyrti að hafa fengið frá fjölskyldu og vinum. Annar frambjóðandi sem er af kínverskum ættum ber kínverskt nafn sem er mjög líkt nafninu sem fyrrnefndi frambjóðandinn, sem er ekki af kínverskum ættum, notaði. Síðarnefndi frambjóðandinn krafðist þess að sá fyrrnefndi hætti að nota kínverska nafnið.

Frambjóðandinn af kínverskum ættum, sem setti fram þessar kröfur, heitir Natalie Gee en kínverska nafnið hennar er Zyu Hoi Kan en hún fékk það við fæðingu. Hinn frambjóðandinn kallaði sig Ma Hoi Kan. Natalie Gee segir að kínverska nafnið hennar sé tiltölulega sjaldgæft. Hún segir að móðir sín hafi eytt miklum tíma í að finna kínverkst nafn á hana og hún hafi leitað fanga meðal annars í sígildum kínverskum bókmenntaverkum. Nafnið sé tákn fyrir þá erfiðleika sem foreldrar hennar hafi gengið í gegnum við að flytja til Bandaríkjanna og þá von sem þau hafi borið í brjósti um að það myndi bæta líf þeirra.

Eftir gagnrýni Natalie Gee samþykkti borgarstjórn San Francisco að framvegis yrði lögum Kaliforníu ríkis um slík tilfelli framfylgt. Lögin kveða á um að frambjóðendur sem fengu ekki kínversk nöfn við fæðingu megi eingöngu nota hljóðfræðilegar þýðingar á sínum eigin nöfnum yfir á kínversku. Þeir mega nota önnur kínversk nöfn ef þeir geta sannað að hafa verið þekktir undir þeim opinberlega í að minnsta kosti 2 ár.

Frambjóðendur sem hafa nýtt sér hefðina í meira en 2 ár mega nota áfram kínversku nöfnin sem þeir tóku sér enda eru þeir orðnir þekktir undir þeim.

Natalie Gee segist skilja að frambjóðendur, sem eiga ekki ættir að rekja til Kína, vilji tengjast kjósendum af kínverskum uppruna betur. Hún segir að þeir ættu hins vegar að koma til dyranna eins og þær eru klæddir í staðinn fyrir að taka sér kínversk nöfn til að vera meira kínverskir. Slíkt feli í sér blekkingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga