fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Skildi eins árs dóttur eftir hjá ættingjum og hvarf – Kennsl borin á líkamsleifar 40 árum seinna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tvítuga Connie Lorraine Christensen sást síðast í Nashville, Tennessee, í apríl 1982, að sögn yfirvalda, samkvæmt Associated Press. Hún hafði skilið eins árs dóttur sína eftir hjá ættingjum, en talið var að hún væri gengin þrjá til fjóra mánuði með sitt annað barn. Þegar hún kom ekki heim eins og til stóð tilkynnti fjölskylda hennar að hennar saknað.

Átta mánuðum síðar, 26. desember 1982, fundu veiðimenn beinagrind konu í gaffli trés þegar þeir voru á göngu meðfram Martindale Creek nálægt Jacksonburg, dreifbýli sem staðsett er tæplega 100 kílómetrum austur af Indianapolis.

Konan var klædd í háhælaða viðarsólaklossa, bláa langerma blússu, gráar síðbuxur, bláa eða gráa prjónasokka og bláan nælonjakka. Hún bar líka gullhring með ópal og tveimur demöntum.

Þegar líkamsleifarnar fundust grunaði yfirvöld að um glæp væri að ræða, en engin dánarorsök var ákveðin. Rannsakendur töldu einnig að óþekkta konan hefði verið látin í allt að átta mánuði. Morðmálið varð að lokum eitt þeirra sem ekki tókst að leysa, svokallað Cold Case.

Málið var tekið upp að nýju þegar skrifstofa Wayne County Coroner’s fór í samstarf við DNA Doe Project til að aðstoða við að bera kennsl á líkamsleifar konunnar. DNA sem náðist úr líkamsleifunum leiddi til samsvörunar við tvo ættingja Christensen með því að nota erfðafræðilega ættfræði. En yfirvöld telja í dag að Christensen hafi látist af völdum skotsárs. Ekki hefur verið greint frá því að einhver sé grunaður um manndrápið.

 „Að taka DNA próf og hlaða upp á GEDmatch er besta leiðin fyrir fjölskyldur týndra einstaklinga til að hjálpa stofnunum eins og okkar að gera þessar auðkenningar,“ segir Lori Flowers sem starfar hjá DNA Doe Project í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester