fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. desember 2023 14:30

Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri var handtekin í Atlanta í Bandaríkjunum, í gærkvöldi, en hún er grunuð um að hafa gert tilraun til að kveikja í húsi í borginni þar sem mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King Jr. fæddist árið 1929.

Fjölmörg vitni sá konuna hella bensíni á húsið og stöðvuðu hana áður en hún náði að leggja eld að. Lögregla var kölluð til og konan var handtekin í kjölfarið. Hún er grunuð um tilraun til íkveikju og skemmdir á opinberri byggingu.

Húsið var keypt af bandaríska ríkinu af fjölskyldu King árið 2018 og var þá opnað fyrir gesti. Í nóvember síðastliðnum var því lokað vegna endurbóta sem reiknað er með að verði lokið í nóvember 2025.

The King Center er stofnun sem starfar í minningu King og vinnur að samfélagslegum umbótum með friðsamlegum leiðum, í samræmi við boðskap hans. Í yfirlýsingu þakkaði stofnunin lögreglu og þeim almennu borgurum sem stöðvuðu konuna fyrir að koma í veg fyrir að þetta sögufræga hús yrði eldi að bráð.

CBS greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags