Kona á þrítugsaldri var handtekin í Atlanta í Bandaríkjunum, í gærkvöldi, en hún er grunuð um að hafa gert tilraun til að kveikja í húsi í borginni þar sem mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King Jr. fæddist árið 1929.
Fjölmörg vitni sá konuna hella bensíni á húsið og stöðvuðu hana áður en hún náði að leggja eld að. Lögregla var kölluð til og konan var handtekin í kjölfarið. Hún er grunuð um tilraun til íkveikju og skemmdir á opinberri byggingu.
Húsið var keypt af bandaríska ríkinu af fjölskyldu King árið 2018 og var þá opnað fyrir gesti. Í nóvember síðastliðnum var því lokað vegna endurbóta sem reiknað er með að verði lokið í nóvember 2025.
The King Center er stofnun sem starfar í minningu King og vinnur að samfélagslegum umbótum með friðsamlegum leiðum, í samræmi við boðskap hans. Í yfirlýsingu þakkaði stofnunin lögreglu og þeim almennu borgurum sem stöðvuðu konuna fyrir að koma í veg fyrir að þetta sögufræga hús yrði eldi að bráð.
CBS greindi frá.