fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Hver skildi eftir smokka í sófa Karenar? – Var verið að taka upp klámmynd?

Pressan
Þriðjudaginn 5. desember 2023 04:30

Smokkar höfðu verið skildir eftir hér og þar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handklæði með verðmiðum, smokkar í sófanum og eldviðarstaflinn var horfinn. Það er eitt og annað dularfullt sem á sér stað í sumarhúsi einu í Klitmøller á Jótlandi. Eigandi þess, Karen Novak Knudsen, skýrði frá þessu í færslu í Facebookhópi sumarhúsaeigenda á svæðinu.

Þar spurði hún hvort aðrir, sem leigja sumarhús sín út, hafi lent í því að ókunnugir hafi gert sig heimakomna í sumarhúsum þeirra. Hún lenti sjálf í því og að vonum finnst henni það allt annað en þægilegt.

„Við sáum á hitadæluappinu að skyndilega var 24 gráðu hiti í húsinu, þrátt fyrir að það væri hvorki sólskin eða önnur skýring. Það var einhver í húsinu, það er alveg öruggt,“ skrifaði hún.

Hún býr sjálf í Árósum og lét því útleigufyrirtæki sjá um að leigja sumarhúsið út. En engin útleiga var bókuð á húsinu þennan dag sem hitinn í því var 24 gráður.

En Karen telur að útleigufyrirtækið tengist þessu því engin ummerki voru um innbrot en hins vegar er lyklabox á húsinu, sem útleigufyrirtækið lét setja upp. Númerakóði er notaður til að opna lyklaboxið og telur Karen að kóðinn hafi fallið í rangar hendur.

Engar eftirlitsmyndavélar eru í eða við húsið og því ekki hægt að skoða upptökur til að sjá hver eða hverjir hafa gert sig heimakomna í húsinu.

„Maður ímyndar sér allt mögulegt. Kannski brimbrettamaður, hreingerningarfólk frá útlöndum, já í versta falli ímynda ég mér að húsið birtist skyndilega í klámmynd,“ sagði hún í samtali við TV2 og sagði að þessi hugsun hafi leitað á hana vegna smokkanna og handklæðanna. Auk þess hafi allur eldviðarstaflinn verið horfinn og ljóst hafi verið að það hafi verið kynt vel upp í stofunni á meðan fólk var að hafa það notalegt þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera