fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 18:30

Girnilegur morgunmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að borða stóran morgunmat og lítinn kvöldmat getur hjálpað til við að léttast. Ástæðan er að þetta dregur úr svengdartilfinningu.

BBC skýrir frá þessu að vísindamenn við Aberdeenháskóla hafi komist að því að fólk brenndi sama magni hitaeininga hvort sem það borðaði stóran morgunmat eða stóran kvöldmat.

En þeir komust einnig að því að matarlyst fólks var mun minni eftir að það borðaði stóran morgunmat og það telja þeir að geti hjálpað fólki við að halda sig við megrun.

Rannsóknin beindist að því að kanna tengsl matarneyslu og ryþma líkamsklukkunnar. Ein af hugmyndunum, sem uppi hafa verið, er að það sé slæmt að borða á kvöldin því þá skipti líkamsklukkan efnaskiptunum yfir á svefnstillingu.

Þrjátíu sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni. Þeir fengu tilbúinn morgunmat, hádegismat og kvöldmat á hverjum degi í rúmlega tvo mánuði. Máltíðirnar innihéldu um 1.700 hitaeiningar á dag.

Helminginn af tímanum fengu þeir stóran morgunmat, svo stóran að hann innihélt um helminginn af hitaeiningaskammti dagsins, og svo minni máltíðir í hádeginu og á kvöldin. Hinn helminginn af tímanum fengu þeir stóran kvöldmat í stað þess að fá stóran morgunmat.

Efnaskipti þátttakendanna var mælt nákvæmlega á tímabilinu.

Niðurstöðurnar, sem hafa verið birtar í Cell Metabolism, sýna að það hafði engin áhrif á hitaeiningabrennsluna hvenær dags stór máltíð var innbyrt. Meginmunurinn var á matarlystina en hún var mun minni þegar fólk borðaði stóran morgunmat.

Alexandar Johnstone, prófessor, sagði að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að stór morgunverður sé besta leiðin til að hafa stjórn á matarlystinni.  Ef fólk geti byrjað daginn á stórum morgunverði sé það líklegra til að haft stjórn á matarlystinni yfir daginn og til að geta verið virkt líkamlega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“