fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Fundu dýrategund sem flestir töldu að væri útdauð

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 10:10

Vísindamenn í Suður-Afríku fundu tegundina. Mynd/re:wild

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Suður-Afríku gerðu skemmtilega uppgötvun fyrir skemmstu þegar þeir fundu dýrategund sem ekki hafði sést í 80 ár.

Um er að ræða tegund sem kallast De Winton‘s gullmoldvarpa en hún hafði ekki sést síðan árið 1936. Þetta eru tiltölulega litlar moldvörpur og auðþekkjanlegar á fallegum gulllituðum feldi. Þær eru blindar en með afar góða heyrn sem kemur að góðum notum, einkum þegar kemur að því að veiða skordýr.

Moldvarpan fannst á strönd í Port Nolloth á vesturströnd Suður-Afríku og voru það vísindamenn við Háskólann í Pretoríu sem fundu hana.

Til að vera alveg vissir voru tekin DNA-sýni úr jarðvegi þar sem moldvarpan hafði spókað sig og leiddi sú rannsókn í ljós að um var að ræða þessa sjaldgæfu tegund. Voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar í tímaritinu Biodiversity and Conservation á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt