fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur ferðamaður, Colin Blake að nafni, var staddur á skemmtiferðaskipi í Evrópu að fagna 35 ára brúðkaupsafmæli sínu þegar hann fór að finna fyrir undarlegum kláða og verkjum í tánni. Hann taldi að nýir sandalar væru að valda óþægindunum. Morguninn eftir tók Blake eftir því að tá hans var orðinn blá að lit og þá var honum nóg boðið og leitaði uppi skipslæknin til að komast að því hvað væri að hrjá hann. Óhætt er að segja að ástæðan hafi verið hryllileg, en þó ekki lífshættuleg. Læknirinn komst nefnilega að því að könguló, svonefnd veiðikönguló (e. wolf spider) hefði bitið hann í tánna og verpt eggjum sínum í sárið.

Í frétt The Mirror um málið kemur fram að læknirinn hafi þurft að skera í tánna, opna sárið og fjarlæga gröft og eitthvað sem líktist örsmáum telaufum en það reyndust vera egg könglóarinnar. Veiðköngulær eru ættaðar frá Perú en eru farnar að gera sig heimakomnar í Suður-Frakklandi eftir að hafa flækst þangað með flutningaskipum. Við bitið hafi köngulóin deyft tá Blake og hann því ekki fundið almennilega fyrir því hvað var að grassera þar.

Þegar Blake kom aftur til Bretlandseyja fékk hann frekari meðferð auk sýklalyfja. Bólgan í tánni hafði dvínað þó að bitför köngulóarinnar væru nú vel sýnileg en táin var orðin gul á lit á meðan þessu stóð. Taldi Blake að vandræðum hans væri lokið en það var öðru nær. Fjórum vikum síðar fór hann aftur að finna fyrir óþægindum í tánni. Þá kom í ljós að eitt egg hafði orðið eftir í tánni og hafði könguló ungast út úr því, könguló sem nú vildi komast út úr líkama hans og var að dunda sér við að éta sér leið út.

Aftur þurfti Blake á lyfjakúr að halda og læknar fjarlægðu svo köngulónna með skurðaðgerð. Reikna má með því að Blake þessi klæðist ekki opnum sandölum á suðlægum slóðum í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera