fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Kjötétandi sveppur breiðist út

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 04:30

Sveppurinn étur hold.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coccidioides immitis, sem hefur fengið viðurnefnið Cocci í Bandaríkjunum, er sveppur sem getur étið sig inn í lungnavefinn og valdið alvarlegum veikindum. Einkenni smits minna á lungnabólgu eða inflúensu. Smit af völdum sveppsins kallast Valley-hiti.

Þessi sveppur hefur lengi verið þekktur í suðvesturhluta Bandaríkjanna en nú fer smitum fjölgandi og og tilfelli hafa greinst upp með vesturströndinni.

The Washington Post segir að á síðustu tveimur áratugum hafi tilfellum Valley-hita fjórfaldast og bara í Kaliforníu hefur aukningin numið 800% að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Washington Post þá telja vísindamenn og sérfræðingar að ástæðuna fyrir aukningu smita megi rekja til loftslagsbreytinganna. Ástæðan er að gró sveppsins þrífast í þurri jörð og berast með rykskýjum. Þar koma miklir þurrkar í Kaliforníu til sögunnar því þeir bera gróin með sér.

Vísindamenn telja að stórir hlutar af vestanverðum Bandaríkjunum geti orðið fyrir barðinu á sveppnum í framtíðinni.

Heilbrigðisyfirvöld telja að um 500.000 manns smitist af honum árlega en aðeins 20.000 séu tilkynnt en reiknað er með að þessi tala muni hækka í framtíðinni.

Flest smitin eru í Kaliforníu og Arizona.

Til að smitast verður fólk að anda sveppnum að sér, þá setjast gró á lungnavefinn. Gróin geta síðan dreift fleiri gróum og jafnvel borist til fleiri staða í líkamanum, húðarinnar, beina liða eða líffæra. Það er í þessum tilfellum sem smitið verður stórt vandamál því þetta getur leitt til krónískra sjúkdóma.

Í umfjöllun The Washington Post kemur fram að í mörgum tilfellum hafa veikindi fólks verið svo alvarleg að það sé lamað á eftir. Flestir sjúklinganna fá sveppadrepandi lyf og jafna sig á nokkrum vikum.

TV2 segir að þessa sveppategund sé ekki að finna í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?