fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Jólagjafadrama í danskri lest í Malmö

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið drama í lest frá dönsku járnbrautunum, sem var stödd í Malmö í Svíþjóð, í gærkvöldi. Sannkallað jólagjafadrama.

Sprengjusérfræðingar sænsku lögreglunnar voru kallaðar á vettvang þegar lestin var stöðvuð á Hyllie stöðinni í Malmö klukkan 21.46. Farþegum og áhöfn var gert að rýma lestina og lestarstöðin var rýmd og girt af.

Ástæðan var að taska var í óskilum í lestinni og þar sem Svíar eru á háu viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var talið hugsanlegt að sprengja væri í henni.

Vélmenni var sent um borð í lestina og dró það töskuna út úr lestinni og opnaði hana síðan á brautarpallinum. Kom þá í ljós að hún var einfaldlega full af saklausum jólagjöfum.

Aðgerðum lögreglunnar lauk klukkan 23.30 en þó ekki alveg því nú er verkefnið að finna eiganda jólagjafanna svo þær komist í réttar hendur um jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu