fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Pressan

Dæmdur fyrir manndráp með flugvél

Pressan
Föstudaginn 24. nóvember 2023 14:30

Pilatus PC-6 flugvél, sambærileg þeirri sem hinn dæmdi flaug/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Hlaut hann eins árs skilborðsbundið fangelsi. Maðurinn flaug flugvél sem fallhlífarstökkvari stökk út úr með þeim afleiðingum að vængur flugvélarinnar fór utan í stökkvarann og varð það honum að bana.

Atvikið átti sér stað árið 2018 yfir bænum Bouloc sem er skammt frá borginni Toulouse í suðvesturhluta Frakklands.

Í skýrslu franskra samgönguyfirvalda, vegna málsins, kemur fram að vinstri vængur flugvélarinnar hafi lent á fallhlífarstökkvarann nokkrum sekúndum eftir að hann stökk út. Maðurinn sem stökk hafi látist samstundis.

Sá látni var 40 ára gamall karlmaður. Hann var fyrstur úr hópi 10 fallhlífarstökkvara, sem voru um borð, til að stökkva út úr flugvélinni sem var af tengundinni Pilatus PC-6.

Í skýrslunni segir að flugmaðurinn hafi eftir að maðurinn stökk út lækkað flugið og beygt til vinstri og þar með talið sig hafa vikið frá leið stökkvaranna niður á jörðina en nokkrum sekúndum seinna hafi hann fundið högg þegar hann flaug á hinn látna.

Í skýrslunni segir að margt hafi getað átt þátt í slysinu. Þar á meðal samskiptaleysi milli flugmannsins og hóps fallhlífarstökkvaranna og einnig að flugmaðurinn hafi lækkað flugið snögglega án þess að sjá hvar fallhlífarstökkvarinn var.

Flugmaðurinn var einn við stjórn flugvélarinnar þegar slysið átti sér stað en af heilsufarsástæðum hafði hann ekki leyfi til að fljúga einn.

Fallhlífarstökkskólinn sem flugmaðurinn starfaði hjá segist nú hafa breytt vinnulagi sínu og hert reglur um vottorð og leyfi til að fljúga flugvélum á vegum skólans.

Fyrir utan skilorðsbundna fangelsisdóminn bannaði dómstólinn manninum að fljúga flugvélum í eitt ár.

CNN greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja