fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Arkitekt dauðans kominn með skuggalegan pennavin – „Bréfin þín og ráð hafa bæði hjálpað mér og hughreyst“

Pressan
Föstudaginn 24. nóvember 2023 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meinti raðmorðinginn Rex Heuermann er sagður eiga sér skuggalegan pennavin. Þessum vin hafi hann kynnst eftir að hann var hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að bera ábyrgð andláti minnst þriggja kvenna.

Þessi pennavinur mun vera meintur kollegi Rex, raðmorðinginn Keith Jesperson sem iðulega gengur undir nafninu broskallamorðinginn.

Jesperson afplánar nú ítrekaða lífstíðardóma, en hann mun hafa gefið Rex, sem gætu beðið sömu örlög, góð ráð.

Það mun hafa verið Jesperson sem sendi fyrsta bréfið, en Rex svaraði því og þakkaði fyrir áhugann.

„Bréfin þín og ráð hafa bæði hjálpað mér og hughreyst. Ég skil hvað þú ert að segja, og hef það í huga,“ mun segja í einu bréfi Rex til Jesperson.

Það var hlaðvarpsstjórnandinn Keith Rovere sem vakti athygli á þessum áhugaverða vinskap. Það gerði hann ekki til að slá morðingjanna hetjuljóma heldur til að skilja þá sem einstaklinga.

„Ég vil útskýra þá sem fólk og beini athyglinni ekki að smáatriðum brota þeirra,“ sagði hann í samtali við DailyMail.

Það var Jesperson sem deildi bréfunum með hlaðvarpsstjórnandanum, en þeir hafa þekkst um árabil. Í bréfum sínum kvartar Rex undan aðstæðum í fangelsinu. Maturinn sé vondur, útisvæðið sé þunglyndislegt. Jesperson hvatti Rex til að játa brot sín, og varaði því að gefa ákæruvaldinu tækifæri á að henda fram óvæntum sönnunum í dómsal.

Rex mun hafa sagt Jesperson frá þeim fjölmörgu bréfum og fyrirspurnum sem hefur rignt yfir hann frá því að hann var handtekinn.

„Þú hafðir rétt fyrir þér með bréfin. Ég er búinn að fá þónokkur þar sem ég er beðinn um að veita viðtal, boðinn vinskapur, beðinn um að verða pennavinur og svo var einn sem sendi mér þrjú bréf þar sem hann bað mig um að svara sér svo hann gæti bætt svarinu í safn sitt.“

Rex hélt áfram og sagðist hafa frétt af því að fangelsið sem Jesperson dvelur í sé ekki svo slæmt. Vildi hann vita hvort að Jesperson fái smjör á brauðið sitt, hvernig maturinn bragðast og hvernig aðstæður almennt eru. Sjálfur sagði Rex að fangelsið hans sé ekki það besta. Ekki sé mikið sem hann hlakkar til á daginn og eina æfingin sem hann fær er að ganga í hringi utandyra.

Hlaðvarpsstjórnandinn segist hafa rætt málið við Jesperson og þeir séu sammála að Rex sé almennt búinn að sætta sig við það að hann eigi aldrei eftir að strjúka aftur um frjálst höfuð.

„Maður þarf að lesa á milli lína, en það virðist sem svo að hann sé búinn sð sætta sig við orðinn hlut. Hann veit að hann hefur verið staðinn að verki. Keith var eins. Hann hefur fundið frið í sínu hjarta.“

Jesperson segist hafa ráðlagt Rex að játa brot sín, en ekki fyrr en hann hefur séð nákvæmlega hversu mikið ákæruvaldið hefur gegn honum. Í milli tíðinni sé best að halda öllum samskiptum við umheiminn í lágmarki. Rex hafi svarað því að hann skildi hafa þetta í huga framvegis.

Dóttir Jesperson hefur svo vingast við eiginkonu Rex, Ásu Guðbjörgu Ellerup, og meðal annars staðið fyrir GoFundMe-söfnun svo Ása og börn hennar gætu framfært sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum