fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Kona með tvö leg á von á tvöfaldri jólagjöf

Pressan
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 16:30

Sónarmynd af tveimur legum í sömu manneskjunni/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona sem fæddist með tvö leg hefur tilkynnt að hún sé ófrísk og gangi með tvær stúlkur. Stúlkurnar vaxa hins vegar í sitthvoru leginu. Líffræðilega séð eru stúlkurnar ekki tvíburar. Von er á þeim í heiminn á jóladag.

Konan heitir Kelsey Hatcher. Hún er 32 ára gömul og frá Alabama ríki. Hún er fædd með tvö leg en fékk ekki formlega staðfestingu á að svo væri fyrr en hún var 17 ára gömul. Á fræðimáli er slíkt ástand kallað uterus didelphys. Að sögn er aðeins 0,3 prósent íbúa Bandaríkjanna með tvö leg. Það er enn sjaldgæfara að barn verði til í báðum legum. Algengt er hjá þessum hópi að annað legið sé ekki nothæft en bæði leg Kelsey ráða vel við að fóstur vaxi og dafni í þeim en slíkt ástand er enn sjaldgæfara.

Kvensjúkdómalæknir Hatcher segir að flestir kollegar hans þurfi aldrei að meðhöndla tilfelli eins og þetta.

Hatcher og maður hennar eiga fyrir þrjú börn og töldu að frekari barneignum væri lokið. Það kom þeim því á óvart að Kelsey varð ólétt í fjórða sinn á fyrri hluta þessa árs. Þegar hjónin fóru í sónarskoðun kom þeim hins vegar fullkomlega í opna skjöldu að það væri barn í báðum legum Kelsey. Hún segist hafa hlegið stanslaust í tæpan hálftíma þegar lá fyrir hverju var von á.

Hjónin með sónarmynd af börnunum tveimur/Skjáskot Instagram

Þunganirnar tvær eru aðskildar og því eru stúlkurnar líffræðilega séð ekki tvíburar en heilbrigðisstarfsfólk meðhöndlar Kelsey á sams konar hátt og gert er þegar um tvíburameðgöngu er að ræða. Litið er svo á að stúlkurnar sé tvíburar.

Báðir eggjastokkar Kelsey gáfu frá sér egg um það bil á sama tíma þegar hún var með egglos. Bæði eggin frjóvguðust og enduðu í sitt hvoru leginu. Slíkt mun vera afar sjaldgæft.

Ekki víst að báðar fæðingarnar fari af stað á sama tíma

Þar sem Kelsey Hatcher hefur tvö leg og þar með tvo leghálsa er ekki víst að börnin fæðist á sama tíma. Annar leghálsinn gæti byrjað að dragast saman og komið fæðingu af stað á meðan hinn lætur ekki á sér kræla. Því er mögulegt að börnin fæðist með einhverja daga eða vikna millibili. Hins vegar er talið mjög líklegt að ef þetta gerist þá muni læknar grípa inn í.

Eins og staðan er núna er settur fæðingardagur 25. desember næstkomandi.

Læknir Hatcher segir enn í skoðun hvernig best sé að koma börnunum í heiminn. Keisaraskurður kemur til greina en hætta á blæðingu er meiri í þessu tilfelli þar sem skera þarf í tvö leg. Læknirinn segir engan vera sérfræðing í hvernig meðhöndla á tilfelli af þessu tagi. Treysta þurfi á grundvallarþekkingu á því hvernig meðhöndla eigi hefðbundnar meðgöngur.

Kelsey segist ætla að einblína á að vera jákvæð þrátt fyrir að meðgangan sé svona óvenjuleg og því áhættusamari en ella. Hún er fullviss um að hún og stúlkurnar sem stefna í að verða jólabörn séu í góðum höndum.

Allthatsinteresting.com greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð