fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Skáldsagan um morð á forseta Bandaríkjanna sem varð að veruleika

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 19:30

Bílalest John F. Kennedy 22. nóvember 1963.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 60 ár síðan John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var myrtur á ferð sinni um borgina Dallas í Texas ríki. Hin opinbera niðurstaða er að maður að nafni Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann einn síns liðs. Fjölmargir hafa gert miklar athugasemdir við þá niðurstöðu og hafa fært fyrir því rök að umfangsmikið samsæri hafi legið að baki morðinu.

Það er þó misjafnt hvaða einstaklingar, hópar, samtök, eða ríki eru talin standa að baki morðinu. Ógrynni bóka og heimildarmynda um morðið hafa komið út. Einnig hafa komið út leiknar kvikmyndir og skáldsögur þar sem morðið á Kennedy kemur við sögu.

Ein skáldsaga þar sem morð á forseta Bandaríkjanna, sem á ýmislegt sameiginlegt með John F. Kennedy, kemur við sögu nýtur þó þeirrar sérstöðu að hafa komið út ári áður en Kennedy var myrtur.

Breski rithöfundurinn John Creany, sem skrifaði bækur sínar yfirleitt undir dulnefni, sendi einkum frá sér glæpasögur og njósnatrylla. Hann skrifaði meðal annars röð bóka sem fjölluðu um ævintýri og störf rannsóknarlögreglumannsins George Gideon sem í bókunum starfar hjá lögreglunni í London sem er oft kölluð Scotland Yard, einkum þegar kemur að störfum rannsóknarlögreglumanna. Viðurnefnið Scotland Yard á rætur sínar að rekja til götu sem aðalstöðvar lögreglunnar stóðu eitt sinn við.

Árið 1962 kom ein bókanna um George Gideon út undir titlinum Gideon´s March.

Í sögunni stendur mikið til í London. Fundur leiðtoga Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands stendur fyrir dyrum og Gideon lendir í því að þurfa að hafa yfirumsjón með öryggisgæslu fyrir fundinn. Hann kemst á snoðir um að franskur öfgamaður ætli sér að myrða forsætisráðherra Frakklands á fundinum. Til að bæta gráu ofan á svart kemur einnig í ljós að bandarískur öfgamaður er á leiðinni til Bretlands til að myrða forseta Bandaríkjanna.

Átti ýmislegt sameiginlegt með hinum raunverulega forseta

Fréttamaður DV hefur ekki lesið bókina og veit því ekki hver sögulokin eru en ólíklegt verður að teljast að tekist hafi í bókinni að ráða þjóðarleiðtoganna af dögum. Í umsögnum um bókina kemur ekki fram hvort raunverulegt nafn forsetans er notað, hvort hann heitir skálduðu nafni eða hvort hann er yfirleitt ekki nefndur á nafn. Eftir því sem næst verður komist ætlar öfgamaðurinn í bókinni að myrða forsetann af því honum mislíkar stórlega að forsetinn aðhyllist rómversk-kaþólska trú og beiti sér fyrir því að bæta réttindi þeirra Bandaríkjamanna sem ekki eru hvítir á hörund.

John F. Kennedy var einmitt fyrsti kaþólski forseti Bandaríkjanna og höfðu ýmsir hægri öfgamenn sagt það ótækt að forseti Bandaríkjanna væri kaþólskur. Það hlyti að þýða að öll hollusta hans væri við páfann í Róm en ekki Bandaríkin. Kennedy vann einnig að því að bæta réttindastöðu þeirra landa sinna sem ekki fæddust hvítir. Það mislíkaði kynþáttahöturum og hægri öfgamönnum stórlega. Meðal þeirra hópa og stjórnmálaafla sem sakaðir hafa verið um að standa á bak við morðið á John F. Kennedy eru einmitt samtök hægri öfgamanna.

Ljóst er að morðsamsærið sem lýst er í Gideon´s March og morðið á John F. Kennedy, sem átti sér stað ári eftir útkomu bókarinnar eru ekki nákvæmlega eins. Það eru þó auðsýnilega líkindi með hinum skáldaða atburði og hinum raunverulega.

John Creany gat ekki vitað að forseti Bandaríkjanna yrði myrtur ári eftir að bók hans kom út. Það er hins vegar ill mögulegt að horfa ekki á bókina í öðru ljósi eftir þá atburði sem áttu sér stað í Dallas 22. nóvember 1963.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“