Stuttu eftir lendinguna komu uppreisnarmenn aðvífandi, tóku Philip höndum áður en þeir kveiktu í flugvélinni. Síðan þá hefur hann verið í haldi mannræningjanna sem hóta að taka hann af lífi innan tveggja mánaða verði ákveðnum skilyrðum ekki mætt.
Philip var starfsmaður indónesíska flugfélagsins Susi Air og hafði fengið það hlutverk að sækja hóp verkamenn sem voru að byggja heilsugæslu á svæðinu. Uppreisnarmennirnir sem rændu Philip höfðu staðið í hótunum við verkamennina og voru þeir sóttir til að tryggja öryggi þeirra.
Uppreisnarmennirnir á vesturhelmingi Papúa Nýju-Gíneu krefjast þess að svæðinu verði veitt sjálfsstjórn, en í dag er vesturhelmingur landsins undir yfirráðum Indónesíu.
Í vikunni birtu uppreisnarmennirnir nýtt myndband af Philip þar sem þeir sjást beina fjölda skotvopna að honum þar sem hann situr. Leiðtogi hópsins, sem er skilgreindur hryðjuverkahópur, ávarpar myndavélina og segir að Philip verði tekinn af lífi verði kröfum hópsins ekki mætt.
Yfirvöld í Nýja-Sjálandi segjast vera meðvituð um myndbandið en þau hafa að öðru leyti ekki tjáð sig neitt um það.
Tilraun til að bjarga Philip í aprílmánuði fór úrskeiðis og endaði með dauða sex indónesískra hermanna.