Hinn bandaríski Matthew Antonio Zakrzewski, sem er 34 ára gamall, hlaut nýlega dóm fyrir 34 afbrot gegn 16 drengjum undir hans umsjón, þar á meðal 27 sakir um barnaníð gegn ólögráða börnum undir 14 ára aldri, og að sýna sautjánda barninu kynferðislegt efni. Var Zakrzewski dæmdur í 705 ára fangelsisvist, auk tveggja ára til viðbótar.
Zakrzewski starfaði sem barnfóstra fyrir margar fjölskyldur víðsvegar um Suður-Kaliforníu, samkvæmt fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í Orange County. Zakrzewski var handtekinn eftir að hafa farið í millilandaflug árið 2019, eftir að par sagði lögreglunni á Laguna Beach að hann hefði snert son þeirra á óviðeigandi hátt.
Rannsókn málsins leiddi í ljós að Zakrzewski hefði misnotað fjölda drengja frá 1. janúar 2014 til 17. maí 2019. Misnotaði hann drengi á aldrinum tveggja til 12 ára og tók misnotkunina oft upp á myndband.
„Þetta er mál um brot gegn sakleysi og dýrmæta æsku sem 17 litlir drengir hafa verið rændir,“ sagði Todd Spitzer héraðssaksóknari í yfirlýsingu. „Þessi börn munu aldrei feta þá braut sem þeim var ætluð, vegna þess að æska þeirra var eyðilögð, af manni sem gaf sig út fyrir að vera góðhjartaður.
Börn fæðast ekki með þá kunnáttu að ljúga, en þetta skrímsli kenndi þeim að ljúga og að halda hlutum leyndum fyrir foreldrum sínum. Kynferðislega misnotkun barna eyðileggur ungar sálir og þetta skrímsli, dulbúið með brosi og flissi, stundaði hræðilegustu og útreiknuðu aðferðina til að tryggja að hann hefði óheftan aðgang að því sem foreldrum þykir mest vænt um, börnin sín.“
Zakrzewski markaðssetti umönnunarþjónustu sína á vefsíðu sinni þar sem hann kallaði sig „hinn upprunalega pössunarfélaga“ og lýsti sjálfum sér sem „manny“. Hann bauð upp á margvíslega þjónustu, þar á meðal stóra-bróðursambönd, kennslu og nætur- og pössun í sumarfríum.
Við dómsuppkvaðninguna lásu foreldrar fórnarlamba hans yfirlýsingar um áhrif brota hans, þar á meðal móðir tveggja ára barns, sem sagði að hún væri niðurbrotin að fá aldrei að kynnast þeim manni sem sonur hefði orðið, hefði hann ekki orðið fyrir því mikla áfalli sem kynferðislegt ofbeldi er.“