En IKEA í Danmörku hefur ákveðið að synda á móti straumnum og boðar að verð á ákveðnum vörutegundum tífaldist á föstudaginn, á svörtum föstudegi.
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að sú mýta sé seiglíf að klassísk hönnun kosti mikið en það sé synd að þessi mýta sé við lýði, því það fjarri því að þetta sé alltaf rétt. Af þeim sökum hækki fyrirtækið verðið á sumum vörum á svörtum föstudegi til að kveikja umræðu um hvort gæðavörur séu alltaf dýrar.
IKEA segir að markmiðið með þessu sé að stríða viðskiptavinum og fá fólk til að skilja að gæðavörur þurfi ekki nauðsynlega að kosta mikið.
Verðið verður síðan lækkað aftur og verður komið í eðlilegt horf á laugardaginn.